Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
2
1
Serbía
Margrét Lára Viðarsdóttir '19 1-0
Katrín Ómarsdóttir '43 2-0
2-1 Ilic '67
31.10.2013  -  13:00
Belgrad
Undankeppni HM kvenna
Dómari: Pustovoitova (Rússland)
Byrjunarlið:
1. Þóra Björg Helgadóttir (m)
2. Sif Atladóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
8. Katrín Ómarsdóttir ('80)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
10. Hólmfríður Magnúsdóttir ('65)
10. Dóra María Lárusdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
3. Elísa Viðarsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('65)
15. Guðmunda Óladóttir ('80)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('80)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hallbera Guðný Gísladóttir ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-2 sigri Íslands sem fær þarna sín fyrstu stig í riðlinum og fer í þriðja sætið eftir tvo leiki á eftir toppliði Sviss og liði Ísraels.
Hafliði Breiðfjörð
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
Hafliði Breiðfjörð
87. mín Gult spjald: Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland)
Áminning á Hallberu og leimann Serba eftir mikla baráttu. Serbar fá aukaspyrnu að Þóra grípur boltann örugglega.
80. mín
Inn:Guðmunda Óladóttir (Ísland) Út:Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland)
Guðmunda Brynja Óladóttir að leika sinn fyrsta landsleik.
80. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland) Út:Katrín Ómarsdóttir (Ísland)
67. mín MARK!
Ilic (Serbía)
Sending fram og framherji Serba kemst á milli Önnu og Þóru og kemur boltanum í markið. Markið kemur á 67. mínútu en leikurinn var farinn að jafnast eftir að Serbar höfðu byrjað seinni hálfleikinn betur.
65. mín
Inn:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland)
64. mín
Dauðafæri hjá Serbum, íslenska liðið missti boltann á miðjunni og framherji þeirra komst ein í gegn en Þóra varði skot hennar frábærlega.
55. mín
Heimastúlkur virðast mæta ákveðnar til síðari hálfleiks. Núna elti framherji þeirra nokkuð lausa sendingu til baka en Þóra var vel á verði og var á undan í boltann. Þeim gengur betur að halda boltanum innan síns liðs og eru nokkuð líklegar þessi andartök.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
43. mín MARK!
Katrín Ómarsdóttir (Ísland)
Ísland hefur yfirhöndina en var ekki mikið að skapa sér fram að þessu öðru marki. Sending fram sem Sara flikkaði aftur fyrir sig, Harpa lagði boltann í fyrsta til hliðar þar sem Katrín Ómarsdóttir lagði hann af yfirvegun í netið.
25. mín
Fyrsta hornspyrna Serba kemur á 25. mínútu en ekkert verður úr henni. Þær hafa fengið nokkrar aukaspyrnu á vallarhelmingi Íslands og komið boltanum í teiginn án þess að skapa hættu. Okkar stelpur gefa þeim engan frið til að byggja upp spil og endar það yfirleitt í löngum sendingum sem okkar miðjumenn og varnarmenn eiga frekar auðvelt með. Sif er aftarlega á miðjunni og vinnur marga bolta þar.
Hafliði Breiðfjörð
19. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Ísland)
Löng sending fram hjá íslenska liðinu og þær Margrét Lára og Harpa pressa báðar grimmt á hafsenta heimastúlkna. Annar þeirra reynir að skalla til baka á markvörð en Margrét Lára kemst á milli og lyftir boltanum í markið. 0 - 1 á 19. mínútu og það fyllilega sanngjarnt.
Hafliði Breiðfjörð
15. mín
Aftur mjög gott færi hjá íslenska liðinu, Hólmfríður er í þröngu fær við markteigshornið vinstra megin og á gott skot sem hrekkur af markverðinum, strýkur stöngina og í fangið á markverðinum.
4. mín
Dauðafæri hjá Íslandi. Harpa á góðan sprett upp hægra megin og sendir fyrir þar sem Hólmfríður nær aðeins að pota tánni í boltann og hann smýgur fram hjá stönginni. Íslenska liðið pressar heimastúlkur mjög ofarlega á völlinn. (Facebook-svæði KSÍ)
3. mín
Íslenska liðið er í alhvítum búningum í þessum leik.
1. mín
Leikurinn er farinn af stað Það eru fínar aðstæður í Belgrad til knattspyrnuiðkunar. Hálfskýjað og hitinn um 17 gráður. Völlurinn frekar harður en var vökvaður í morgun. Þess ber að geta að landsliðsþjálfarinn er í sínu fínasta pússi í dag, æfingagallanum skipt út fyrir jakka, buxur og nýpússaða skó.
Fyrir leik
Serbar tefla fram nákvæmlega sama byrjunarliði og gegn Dönum á dögunum en þeim leik lauk með 1 - 1 jafntefli. Nokkuð óvænt en fyllilega sanngjörn úrslit í þeim leik.
Fyrir leik
Tveir leikmenn úr serbneska landsliðshópnum leika hér á landi en þetta eru þær Danka Podovac í Stjörnunni og Vesna Smiljkovic úr ÍBV. Þær eru báðar í byrjunarliði Serbíu í dag en Smiljkovic er fyrirliði.

Heimasíða KSÍ birti í gær viðtal við þær tvær sem má nálgast með því að smella hér en þær tala meðal annars um að serbneska liðið hafi öðlast meira sjálfstraust.
Fyrir leik
Upplýsingar í þessari textalýsingu koma frá UEFA og af heimasvæði KSÍ á Facebook
Fyrir leik
A landslið kvenna mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag, en leikið er á heimavelli FK Obilic í Belgrad. Leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála hér á Fótbolta.net.

Freyr Alexandersson þjálfari gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá 0-2 tapleiknum gegn Sviss í fyrstu umferð.

Þóra B. Helgadóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Ómarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir koma inn í byrjunarliðið.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ólína Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Anna María Baldursdóttir fara út en þær byrjuðu allar í fyrsta leik. Þá fer Katrín Jónsdóttir út en hún hefur lagt skóna á hilluna.

Hallbera Guðný Gísladóttir er komin aftur í vinstri bakvörð og Guðbjörg sem gerði mistök í fyrra markinu gegn Sviss þarf að sætta sig við að vera á bekknum meðan Þóra ver markið í dag.

Byrjunarlið Íslands:
Þóra
Dóra María | Glódís | Anna Björk | Hallbera
Katrín Ómars | Sara | Sif | Hólmfríður
Harpa | Margrét Lára
Byrjunarlið:
1. Vukovic (m)
3. Krstic
5. Slovic
6. Savanovic
7. Radojicic
8. Ilic
9. Podovac
11. Smiljkovic
14. Cubrilo
17. Cankovic
18. Damnjanovic

Varamenn:
12. Ivanov (m)
2. Jonovic
6. Djordjevic
10. Sretenovic
13. Bradic
15. Nikolic
16. Damajanovic

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: