Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
2
1
Keflavík
Hörður S. Bjarnason '11 1-0
Kári Sveinsson (m) '62 2-0
2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson '73
25.09.2011  -  16:00
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Smá gola, völlurinn flottur
Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr.
Áhorfendur: 680
Maður leiksins: Björgólfur Takefusa
Byrjunarlið:
21. Aron Elís Þrándarson
29. Agnar Darri Sverrisson

Varamenn:
9. Viktor Jónsson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Aron Elís Þrándarson ('75)
Kári Sveinsson (m) ('44)
Karel Sigurðsson ('20)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur. Hér verður bein textalýsing frá leik Víkings og Keflavíkur í Pepsi deild karla. Búast má við góðum leik þar sem Keflvíkingar eru enn í fallbaráttu en með sigri tryggja þeir veru sína í efstu deild að ári. Víkingar unnu góðan útisigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í síðustu umferð og það verður spennandi að sjá hvort þeir nái að fylgja þeirri frammistöðu eftir í dag.
Fyrir leik
Keflvíkingar fengur KR-inga í heimsókn á fimmtudaginn og það verður fróðlegt að sjá hvort sá leikur sitji enn í gestunum enda aðeins tveir dagar í hvíld á milli.
Fyrir leik
Björgólfur Takefusa fór á kostum á Kópavogsvelli í síðustu umferð þar sem hann skoraði þrennu. Það er vonandi fyrir heimamenn að hann endurtaki leikinn í dag enda síðasti heimaleikur liðsins í efstu deild í bili.
Þröstur Ingason
Frammistaða plötusnúðsins í Víkinni er búin að vera í takt við frammistöðu liðsins í sumar. Hrikaleg. #fotbolti #dj
Fyrir leik
Liðin eru nú að ganga til vallar. Það eru ekki margir áhorfendur á vellinum til að sjá Víkinga spila sinn síðasta heimaleik í efstu deild í bili að minnsta kosti. Sömuleiðis eru ekki margir áhorfendur mættir frá Keflavík.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Keflvíkingar sem byrja með boltann.
4. mín
Fyrsta færi leiksins hefur litið dagsins ljós og hefði það vel getað endað með marki. Hörður Sigurjón Bjarnason fékk þá fyrirgjöf frá hægri en góður varnarleikur var þess valdur að hann náði ekki nógu góðu skoti að marki og boltinn yfir.
6. mín
Keflvíkingar eru aðgangsharðir þessa stundina að marki Víkinga og hafa fengið nokkur hálffæri á skömmum tíma.
8. mín
Þessi leikur fer mjög skemmtilega af stað. Hörður Sigurjón Bjarnason kemst upp vinstri kantinn og á skot að marki en boltinn rétt framhjá.
10. mín
Víkingar eru að spila fantabolta þessa stundina og fá aukaspyrnu hér rétt fyrir utan teig.
11. mín MARK!
Hörður S. Bjarnason (Víkingur R.)
Víkingar eru komnir yfir og þetta lá í loftinu. Hörður Bjarnason fékk þá sendingu yfir frá hægri frá Kristni Magnússyni og hamrar boltann með viðkomu í varnarmann Keflvíkinga. Glæsilegt mark.
12. mín
Andri Steinn Birgisson á hörkuskot að marki en boltinn rétt yfir. Þetta er gífurlega líflegur leikur hérna á upphafsmínútunum.
14. mín
Aron Elís Þrándarsson fékk boltann einn og óvaldaður á vítateigslínunni en bregst bogalistin og skot hans gjörsamlega afleitt. Þetta var dauðafæri.
16. mín
Guðmundur Steinarsson á hörkuskot að marki sem Magnús Þormar gerir vel í að verja.
18. mín
Mark Rutgers á skot að marki eftir hornspyrnu en boltinn rétt framhjá. Liðin skiptast hér á að sækja og er þetta gífurlega opinn leikur.
20. mín Gult spjald: Karel Sigurðsson (Víkingur R.)
Magnús Páll Gunnarsson fær að líta gula spjaldið fyrir ansi hressilega tæklingu.
25. mín
Keflvíkingar skora mark en rangstæða dæmd. Líklega réttur dómur því gestirnir mótmæla lítið.
31. mín
Inn:Viktor Smári Hafsteinsson (Keflavík) Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Leikurinn hefur dottið mikið niður hér en Einar Orri Einarsson lá sárkvalinn á vellinum og var borinn útaf á börum. Ekki var gott að sjá héðan úr blaðamannastúkunni hvað það var sem gerðist við hann en hann hélt um hnéð og er farinn útaf núna.
39. mín
Frans Elvarsson fær boltann eftir hornspyrnu á vítateig Víkingsmanna en er of lengi að athafna sig og Mark Rutgers kemst fyrir skotið. Það er verið að flytja Einar Orrra, sem fór meiddur útaf áðan, með sjúkrabíl af svæðinu.
44. mín Gult spjald: Kári Sveinsson (m) (Víkingur R.)
Björgólfur fær að líta gula spjaldið fyrir að skjóta á markið eftir að dómarinn flautaði.
45. mín
Brynjar Örn Guðmundsson fær frían skalla á fjærstöng eftir hornspyrnu en skallinn afleitur og Víkingar hreinsa.
45. mín
Jóhann Birnir Guðmundsson á skalla í slána eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundir Steinarssyni. Þarna skall hurð nærri hælum fyrir Víkinga. Dómari leiksins flautar síðan í kjölfarið til hálfleiks.
Tómas Meyer
Hér í Víkinni er fjör segi ekki meira #fotbolti
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn og það er Víkingar sem byrja með boltann og sækja að íþróttahúsinu.
Guðmundur Þórðarson
Koma keflavik..syna hjartad i seinni halfleik! #fotbolti
49. mín
Síðari hálfleikurinn fer rólega af stað en Aron Elís Þrándarson sem er búinn að vera mjög sprækur á skot sem Ómar Jóhannson ver nokkuð örugglega.
55. mín
Það er ekkert að gerast hérna fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks. Vonandi færist aftur líf í leikinn eins og var í þeim fyrri.
55. mín
Það er ekkert að gerast hérna fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks. Vonandi færist aftur líf í leikinn eins og var í þeim fyrri.
57. mín
Inn:Walter Hjaltested (Víkingur R.) Út:Hörður S. Bjarnason (Víkingur R.)
Víkingar gera sína fyrstu skiptingu. Markaskorarinn Hörður Bjarnason er tekinn af velli og inná kemur Walter Hjaltested í hans stað.
62. mín MARK!
Kári Sveinsson (m) (Víkingur R.)
Björgólfur Takefusa tekur boltann á kassann og leikur síðan á Guðjón Árna í Keflavíkurvörninni og rennir svo boltanum glæsilega framhjá Ómari í marki Keflavíkur. Glæsileg spilamennska hjá Víkingum og nú verða Keflvíkingar að spýta í lófana.
65. mín Gult spjald: Viktor Smári Hafsteinsson (Keflavík)
Viktor Smári brýtur harkalega á Magnúsi Páli og fær réttilega að líta gula spjaldið.
67. mín
Jóhann Birnir Guðmundsson á skot rétt framhjá marki.
67. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Rafn Markús Vilbergsson (Keflavík)
Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði.
69. mín
Magnús Þórir Matthíasson á skot rétt framhjá marki. Þarna voru gestirnir nálægt því að skora.
73. mín MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Frábært mark hjá varamanninum sem á skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann og þaðan í stöngina og inn. Nú verða lokamínúturnar hressilegar.
75. mín Gult spjald: Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Aron Elís Þrándarson fær að líta gula spjaldið.
78. mín
Inn:Grétar Ólafur Hjartarson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Keflvíkingar gera breytingu á sínu liði og freista þess að setja meiri þunga í sóknarleikinn.
78. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Baldur I. Aðalsteinsson (Víkingur R.)
Víkingar gera breytingu á sínu liði.
82. mín
Keflvíkingar fá hornspyrnu og Guðmundur Steinarsson sendir fastan bolta með jörðinni á Magnús Þórir Matthíasson sem skýtur rétt yfir af vítateigslínunni.
87. mín
Keflvíkingar sækja núna mjög hart að Víkingum og freista þess að jafna leikinn.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma hér og Keflvíkingar fá hornspyrnu.
94. mín
Leik lokið hér í Víkinni. Víkingar sigra annan leik sinn í röð og draga Keflvíkinga niður í bullandi fallbaráttu fyrir lokaumferðina.
Byrjunarlið:
Ómar Jóhannsson
Guðjón Árni Antoníusson
Jóhann Birnir Guðmundsson ('78)
6. Einar Orri Einarsson ('31)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Smári Hafsteinsson ('65)

Rauð spjöld: