Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ísland
0
2
Þýskaland
0-1 Giulia Gwinn '64 , víti
0-2 Klara Bühl '93
31.10.2023  -  19:00
Laugardalsvöllur
Landslið kvenna - Þjóðadeild
Aðstæður: Ííískalt en ágætt veður
Dómari: Tess Olofsson (Svíþjóð)
Áhorfendur: 1245
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
3. Sandra María Jessen ('72)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('86)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('86)
16. Hildur Antonsdóttir ('72)
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Aldís Guðlaugsdóttir
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
5. Lára Kristín Pedersen
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('72)
9. Diljá Ýr Zomers ('72)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Arna Eiríksdóttir
17. Agla María Albertsdóttir
17. Bryndís Arna Níelsdóttir ('86)
20. Guðný Árnadóttir
22. Amanda Andradóttir ('86)

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)

Gul spjöld:
Telma Ívarsdóttir ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þjóðverjar fara með þrjú stig heim til Þýskalands og ekki hægt að segja annað en að þessi sigur hafi verið sanngjarn.

Takk fyrir samfylgdina, viðtöl og umfjöllun koma inn síðar í kvöld.
93. mín MARK!
Klara Bühl (Þýskaland)
Klara keyrir á vörnina, nær að koma skotinu framhjá Glódísi og leggur boltanum undir Telmu í markinu.

0-2!
91. mín
Þjóðverjar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað við vítateigsbogann.

Karólína brotleg.

Sara Dabritz tekur spyrnuna og setur boltann framhjá markinu.
90. mín
Við erum komin inn í uppbótartíma sem er að minnsta kosti 5 mínútur.
86. mín
Víti? Hafrún með fyrirgjöf sem Karólína reynir að ná til, hún er hins vegar spörkuð niður og liggur eftir. Dómarinn sá ekkert í þessu.
86. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
86. mín
Inn:Amanda Andradóttir (Ísland) Út:Hlín Eiríksdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
85. mín
Diljá í færi! Góð sókn hjá íslenska liðinu. Alexandra setur boltann upp hægra megin á Hlín sem á geggjaða sendingu í hlaupið hjá Diljá sem er í flottu færi en nær ekki að koma boltanum framhjá ann-Katrin.

Þarna náðum við að sundurspila þýska liðið, meira svona!!
84. mín
Amanda Andradóttir er að fara yfir málin á hliðarlínunni og býr sig undir að koma inná. Bryndís Arna sömuleiðis.
Sverrir Örn Einarsson
82. mín Gult spjald: Klara Bühl (Þýskaland)
Peysutog sem sú sænska var ekkert að fíla.
Sverrir Örn Einarsson
81. mín
Inn:Sara Dabritz (Þýskaland) Út:Lena Oberdorf (Þýskaland)
Sverrir Örn Einarsson
81. mín
Þýskaland að fá hornspyrnu, enn og aftur.
80. mín
Myndir úr síðari hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sverrir Örn Einarsson
79. mín
Hlín fær boltann í fætur rétt fyrir utan teig og reynir að snúa að markinu en fellur niður, það er hinsvegar dæmt á hana og hún er allt annað en sátt og stúkan baular á dómarann.
75. mín
Vítaspyrnan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
74. mín
Karólína með mikið pláss og ber boltann upp völlinn, er aðeins of lengi á boltanum áður en hún setur hann út á Sædísi sem reynir fyrirgjöf en uppsker hornspyrnu.

Hafrún Rakel liggur eftir og leikurinn er stöðvaður.
72. mín
Erum komnar ofar á völlinn að reyna að skapa okkur eitthvað, það má vera meira af þessu!
72. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (Ísland) Út:Sandra María Jessen (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
72. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Hildur Antonsdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
69. mín
Hafrún Rakel á harðaspretti upp hægra megin, reynir fyrirgjöf sem fellur fyrir lappirnar á Karólínu sem reynir skot, boltinn berst svo enn lengra út á Hildi sem fer í skotið en Ann-Katrin ver örugglega. Ekki galin tilraun!
69. mín
Ísland er að undirbúa tvöfalda skiptingu. Diljá Ýr og Alexandra eru að gera sig klárar á hliðarlínunni.
Sverrir Örn Einarsson
67. mín
Þjóðverjar fá hornspyrnu.

Glódís skallar þetta frá.
66. mín
Inn:Laura Freigang (Þýskaland) Út:Linda Dallmann (Þýskaland)
Sverrir Örn Einarsson
64. mín Mark úr víti!
Giulia Gwinn (Þýskaland)
Sendir Telmu í rangt horn og leggur hann örugglega niður í vinstra hornið.

Þjóðverjar komnar yfir!

63. mín Gult spjald: Telma Ívarsdóttir (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
63. mín
Þjóðverjar eru að fá vítaspyrnu! Lena Oberdorf lyftir boltanum inn fyrir þar sem Lea Schuller er í dauðafæri, hún skallar boltann yfir en Telma er of sein, fer út í hana og tekur hana niður. Sýnist hún líka hafa farið í andlitið á henni, held við getum ekki mótmælt þessu.

61. mín
Lea Schüller keyrir á Ingibjörgu og reynir að koma sér í skotfæri en Ingibjörg verst gríðarlega vel og lokar á hana.

Þýskaland á hornspyrnu.
59. mín
Áfram eru þær þýsku að dæla hættulegum boltum fyrir markið en Jule Brand nær ekki til boltans og á skalla í hliðarnetið.
58. mín
Við vinnum innkast ofarlega á vellinum, vinstra megin en náum ekki að gera okkur mat úr þessu.
Sverrir Örn Einarsson
56. mín
Náum að valda usla inn á teignum en engin nær að koma fæti almennilega í boltann.

Hinum megin keyra þjóðverjar upp og fá enn eina hornspyrnuna.
55. mín
Hafrún Rakel fær boltann uppi á vinstri vængnum og gerir vel og krækir í aukaspyrnu.

Þetta er klárlega tækifæri, góð fyrirgjafarstaða og við fjölmennum inn á teig.
54. mín
Leikurinn stöðvaður og Telma fær aðhlynningu.

Virðist vera tilbúin að halda áfram og leikurinn heldur áfram.
53. mín
Þýskaland á aukaspyrnu á hættulegum fyrirgjafarstað hægra megin.

Klara snýr boltann inn á teiginn og boltinn fer í gegnum allt og endar á fjær en Telma nær fyrst til hans en liggur svo eftir.
52. mín
Giulia Gwinn reynir fyrirgjöf en hún er innanlega og Telma handsamar boltann.
50. mín
Jule Brand í dauðafæri!! Sjoeke Nüskenkeyrir upp vinstri vænginn og kemur með fyrirgjöfina á fjær þar sem Jule Brand fær frían skalla en nær ekki að stýra boltanum á markið.

49. mín
Ísland á innkast framarlega á vellinum.

Guðrún reynir að kasta í fætur á Hlín en hún nær ekki að halda í boltann.
46. mín
Inn:Jule Brand (Þýskaland) Út:Svenja Huth (Þýskaland)
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Inn:Sjoeke Nüsken (Þýskaland) Út:Lena Lattwein (Þýskaland)
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Myndir úr fyrri hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Þjóðverjar sparka þessu í gang á ný.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Tess Olofsson flautar til hálfleiks.

Markalaust á Laugardalsvellinum og við getum bara verið mjög sátt með að hafa ekki fengið á okkur mark í þessum fyrri hálfleik.

v
43. mín
Þýskaland að fá enn eina hornspyrnuna.

Áfram reyna þær að setja boltann á nærsvæðið en við erum að lesa það vel og komum þessu frá.
42. mín
Karólína reynir að koma sér í fyrirgjafastöðu, nær að halda vel í boltann en er með tvær á bakinu og setur boltann í hliðarnetið.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
41. mín
Klara Buhl snýr Guðrúnu af sér og keyrir að markinu en á svo misheppnað skot langt yfir markið.
40. mín
Sarai Linder með fyrirgjöf og þær þýsku fjölmenna inn á teig, Telma hins vegar öryggið uppmálað og hirðir boltann.
39. mín
Þjóðverjar eru búnar að liggja á okkur og eru ítrekað að koma sér í góðar stöður og koma boltanum fyrir markið.
37. mín
Klara með hornspyrnuna á nærsvæðið þar sem Ingibjörg er og kemur boltanum frá.
37. mín
Linda Dallmann fær boltann út til vinstri og reynir fyrirgjöf en Glódís kemur sér fyrir boltann og Þjóðverjar fá hornspyrnu.
36. mín
Úffffff! Ingibjörg alltof lengi með boltann og Lea Schuller hirðir boltann af henni og setur hann fyrir markið en Glódís er rétt kona á réttum stað og kemur þessu frá.
34. mín
Hlín fær boltann upp í hægra hornið og heldur boltanum vel, nær að snúa inn og setja boltann fyrir markið þar sem Hafrún Rakel er ein með varnarmann í bakinu og nær ekki til boltans.
34. mín
Aftur er Gwinn á ferðinni, kemur engin almennilega út í hana og hún lætur vaða á markið en setur boltann framhjá.
32. mín
Stöngin! Gwinn með fyrirgjöf sem allir virðast halda að sé að fara aftur fyrir markið og Telma sömuleiðis en boltinn hafnar í fjærstönginni!

Þessar fyrirgjafir Þjóðverja eru stórhættulegar og alltof margar.
30. mín
Selma Sól dæmd brotleg í baráttunni við Klöru Buhl, þetta var mjög soft en Þyskaland á aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu á miðjum vallarhelmingi Íslands.

Mikil hætta í teignum en þær ná ekki að koma boltanu á markið, við erum að verjast þessu nokkuð vel.
29. mín
Doorsoun ber boltann upp völlinn og æðir bara upp völlinn og leitar af sendingarmöguleikum, Selma Sól gerir vel og tæklar boltann útaf.
27. mín
Sarai Linder með hættulega fyrirgjöf en Ingibjörg og Selma eru grimmar í teignum, vinna baráttuna við Lenu Lattwein og koma þessu frá.
26. mín
Þjóðverjar fá aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu.

Klara Buhl með spyrnuna inn á teig en hún er of innanlega og Telma grípur af öryggi.
22. mín
Guðrún setur boltann upp á Hlín se er í kapphlaupinu við Hendrich og svo er Sara Doorsoun mætt og hirðir boltann.

Þarna vantaði fleiri bláar upp með Hlín.
21. mín
Þjóðverjar fá enn eina hornspyrnuna.
20. mín
Enn ein fyrirgjöfin fyrir mark Íslands en Ingibjörg nær að skalla frá og Hafrún hreinsar svo upp völlinn.
18. mín
Klara Buhl keyrir á Guðrúnu, kemur sér fram fyrir hana og nær góðri sendingu fyrir markið en boltinn fer aftur fyrir.
16. mín
Guðrún hreinsar eftir fyrirgjöf og Þýskaland fær hornspyrnu.
15. mín
Eftir nokkuð kröftuga byrjun hjá okkar konum hafa Þjóðverjar svolítið tekið yfir leikinn og gætu hæglega verið búnar að setja mark.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
13. mín
Telmaa!! Lattwein með hlaup á milli varnarlínu Íslands og reynir skotið en Telma ver vel í horn.

Hornspyrnan fer í hliðarnetið.
12. mín
Þjóðverjar í dauðafæri!! Hildur brotleg og Þýskaland fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Íslands.

Mikið klafs í teignum og boltinn berst til Kathrin Hendrich sem er ein gegn Telmu en lyftir boltanum yfir markið.
10. mín
Þjóðverjar með fyrirgjöf og Linda Dallmann nær að setja höfuðið í boltann en skallar hann yfir markið.

Þær virðast vera í mikilli yfirtölu inn í íslenska teignum, stórhættulegt.
9. mín
Ingibjörg með misheppnaða hreinsun og Oberdorf reynir skot sem fer vel framhjá markinu.

Smá skjálfti í öftustu línu í upphafi leiks.
8. mín
Hafrún Rakel með frábæra fyrirgjöf og það er einhver misskilningur á milli varnarmanna Þýskalands og Ann-Katrin en hún nær þó að slá boltann burt.

Mikil ákefð í okkar konum síðustu mínútur!
7. mín
Fínasta sókn hjá íslenska liðinu og Karólína er nálægt því að senda Hafrúnu Rakel eina í gegn.
4. mín
Þýskaland með sláarskot!! Klara Buhl fær boltann út til vinstri sem kemur með GEGGJAÐAN bolta inn fyrir varnarlínuna í hlaupið hjá Leu Sch?ller sem bombar í þverslána af stuttu færi!

Ótrúlegt hvernig þessi endaði ekki inni og íslenska liðið STÁLHEPPIÐ þarna.
3. mín
Ísland fær aukaspyrnu úti á vinstri væng. Selma Sól setur boltann inn á teig en þetta er of innanlega og Ann-Katrin Berger grípur örugglega.
3. mín
Hildur Antons nálægt því að lenda í vandræðum en hún gerir gríðarlega vel, stingur sér inn á miðjuna og finnur svo Söndru Maríu út til vinstri.
1. mín
Leikur hafinn
Karólína Lea sparkar þessu í gang Góða skemmtun!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir hafa verið sungnir og allt að verða klárt til að byrja þennan leik!
Fyrir leik
Þetta er að bresta á Liðin eru að ganga út á völl í fylgd ungra iðkenda.

Það er nóg af lausum sætum í stúkunni og ekki of seint að skella sér á völlinn!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stelpurnar mættar til leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir tvær breytingar frá leiknum gegn Danmörku á föstudagskvöld.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir kemur inn fyrir liðsfélaga sinn í Breiðabliki, Öglu Maríu Albertsdóttur, og Ingibjörg Sigurðardóttir snýr aftur úr leikbanni. Hún kemur inn fyrir Guðnýju Árnadóttur sem fer á varamannabekkinn.
Fyrir leik
Myndir af æfingu Íslands í gær Ísland æfði á nýjum velli Þróttar í Laugardalnum í gær en Laugardalsvöllurinn var hvíldur þar sem hann er viðkvæmur í kuldanum.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Fótbolti.net reiknar með því að sömu ellefu og hófu leik gegn Dönum á föstudag byrji leik kvöldsins.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Glódís Perla sat líka fyrir svörum „Við þurfum á þessum stigum að halda og við höfum talað um að heimavöllurinn okkar þurfi að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við munum leggja allt í þennan leik og skilja allt eftir á vellinum. Við sjáum hverju það skilar okkur," sagði Glódís.

Glódís var spurð að því hvort hún hefðu lært mikið af síðasta leik gegn Þýskalandi þar sem Ísland sá aldrei til sólar og beið 4-0 ósigur.

„Það er svolítið margt sem við getum lært af þeim leik en það er svolítið fyrst og fremst það að við létum þær vaða yfir okkur. Þær voru harðar á vellinum og við hefðum þurft að vera það líka í þessum leik. Það er klárlega eitthvað sem við ætlum að sýna á morgun, það er okkar styrkleikar og við ætlum ekki að leyfa þeim að hafa það fram yfir okkur," sagði Glódís.

Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München, kemur líklega inn í lið Þýskalands í stað Alexöndru Popp sem er frá vegna meiðlsa. Hún skoraði tvennu í síðasta leik gegn Wales. Glódís þekkir vel til Schüller enda eru þær samherjar hjá Bayern Munchen.

„Það verður gaman fyrir mig að spila gegn henni. Hún er ótrúlega sterkur leikmaður. Hún er fljót, sterk í loftinu og góð í teignum. Þetta verður góður bardagi fyrir mig og liðið, og ekki bara að spila gegn henni heldur öllu liðinu. Þær eru með góða einstaklinga sem geta gert hlutina upp á eigin spýtur. Við þurfum að passa upp á það."


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Meira frá Steina Þorsteinn Halldórsson sat eins og áður sagði fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Þar ræddi hann meðal annars frammistöðuna í 1-0 tapi gegn Dönum síðastliðinn föstudag og hvað íslenska liðið þarf að gera til þess að ná í úrslit gegn þessu geysisterka þýska liði.

„Við héldum ágætlega í boltann, náðum að spila ágætlega í gegnum pressuna þeirra og unnum töluvert mikið af návígum sem gerði okkur kleift að vinna boltann ofarlega á vellinum. Við sköpuðum ágætlega mikið af færum og hefðum alveg getað skorað í leiknum. Það eru punktar sem við tökum með okkur inn í þennan leik. Við gerum okkur grein fyrir því að Þjóðverjar eru komnir hingað til að sækja þrjú stig, en við ætlum að gera betur í stigastöfnun en í síðasta leik."

Þorsteinn segir að Þýskaland spili öðruvísi fótbolta en danska liðið.

„Auðvitað spila Þjóðverjar öðruvísi en Danir. Þær eru mikið að gefa fyrir sem er allt öðruvísi en danska liðið sem sækir meira í gegnum miðsvæðið. Þjóðverjar eru mikið meira í fyrirgjöfum og áttu 44 fyrirgjafir úr opnum leik í síðasta leik, 65 ef við teljum föst leikatriði með. Við þurfum að verjast því og verjast að þær komist í góða stöðu til að gefa fyrir. Það eru aðeins öðruvísi áhersluatriði á hvaða svæði þær eru að sækja inn á. Við þurfum að færa til hvernig við lokum á þær," sagði Steini en lykilatriði er að verjast fyrirgjöfunum vel.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Andstæðingurinn Þýskaland þetta stórveldi í kvennaknattspyrnu mætir í Laugadalinn í kvöld og verður verðugur andstæðingur í meira lagi. Umræðan í Þýskalandi er á þá leið að liðið sé á niðurleið en Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands sagði um þýska liðið á blaðamannafundi í gær.

„Þeir eru eitt besta lið Evrópu, allavega miðað við það hvernig þær hafa spilað síðustu tvo leiki. Við hugsum samt ekki um hvar þeirra lið stendur. Við hugsum bara hvernig við ætlum að spila gegn þeim og hvernig við ætlum að mæta þeim,"

Horst Hrubesch er mættur hingað til lands með liðið sitt, þýska kvennalandsliðið. Hann tók nýverið við liðinu til bráðabirgða af Martina Voss-Tecklenburg sem er í veikindaleyfi. Markmið hans og liðsins eru nokkuð skýr.

„Við erum ekki hérna í fríi. Ég hef ekki áhuga á Íslandi. Ég hef bara áhuga á því sem liðið mitt er að gera. Við vitum að við þurfum að gera mikið til að vinna," segir Hrubesch.

Þýskaland horfir á leikinn gegn Íslandi í kvöld sem gríðarlega mikilvægan þar sem liðið er að horfa í það að komast á Ólympíuleikana í gegnum Þjóðadeildina.

„Að komast á Ólympíuleikanna er ástæðan fyrir því að ég tók þetta verkefni að mér," segir þjálfarinn.

Það eru þó skörð hoggin í leikmannahóp Þýskalands en ein þeirra skærasta stjarna Alexandra Popp ekki með vegna meiðsla. Hin 33 ára gamla Marina Hegering, sem byrjaði í miðverði í 4-0 sigri gegn Íslandi í síðasta mánuði, er að glíma við liðbandameiðsli og þurfti að draga sig úr hópnum. Hún er á mála hjá Wolfsburg, rétt eins og Popp.

Sophia Kleinherne, leikmaður Eintracht Frankfurt, hefur verið kölluð inn í hópinn í staðinn. Þá er hin 23 ára gamla Nicole Anyomi gat heldur ekki ferðast til Íslands vegna meiðsla. Anyomi er framherji sem er á mála hjá Frankfurt en hún kom inn á sem varamaður undir lokin í 5-1 sigri gegn Wales á dögunum

Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Hrekkjavökuleikur gegn Þjóðverjum
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Íslands og Þýskalands í Þjóðardeild UEFA. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 19 og er vonandi að fólk fjölmenni á völlinn og styðji við stelpurnar okkar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið:
12. Ann-Katrin Berger (m)
2. Sarai Linder
3. Kathrin Hendrich
6. Lena Oberdorf ('81)
7. Lea Schüller
9. Svenja Huth ('46)
14. Lena Lattwein ('46)
15. Giulia Gwinn
16. Linda Dallmann ('66)
19. Klara Bühl
23. Sara Doorsoun

Varamenn:
12. Lisa Schmitz (m)
21. Ena Mahmutovic (m)
5. Sophia Kleinherne
8. Janina Minge
9. Sjoeke Nüsken ('46)
10. Laura Freigang ('66)
13. Sara Dabritz ('81)
17. Felicitas Rauch
20. Paulina Krumbiegel
22. Jule Brand ('46)

Liðsstjórn:
Horst Hrubesch (Þ)

Gul spjöld:
Klara Bühl ('82)

Rauð spjöld: