Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Besta-deild karla
Fylkir
19:15 0
0
Stjarnan
Besta-deild karla
Valur
52' 0
0
Fram
Breiðablik
2
0
FH
Jason Daði Svanþórsson '14 1-0
Benjamin Stokke '77 2-0
08.04.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Áhorfendur: 1823
Maður leiksins: Anton Ari Einarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('64)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('64)
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson ('80)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('72)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
9. Patrik Johannesen
18. Eyþór Aron Wöhler ('80)
20. Benjamin Stokke ('72)
24. Arnór Gauti Jónsson ('64)
30. Andri Rafn Yeoman ('64)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('30)
Aron Bjarnason ('31)
Höskuldur Gunnlaugsson ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Blikar sem fara með stekran sigur á FH í kvöld!


Viðtöl og skýrsla væntanleg!
95. mín
Leikurinn er svolítið bara að fjara út.
91. mín
+7 Skiltið sýnir +7 og klukkan stoppar svo á 90. Það er því gamla góða tilfiningin fyrir klukkunni sem tekur við þegar ég skrái lokamínúturnar.


Mín tilfining fyrir klukkunni endurspegla þó enganveginn rauntíma.. Bara svo það sé tekið fram þegar það kemur að því að skrá niður hvað gerist á þessum lokamínútum.
90. mín
Maður leiksins Vallarþulurinn útnefnir Anton Ara mann leiksins. Hann hefur verið taustur í kvöld.
88. mín
Damir reynir karate spark fyrir utan teig en boltinn þægilega í hendur Sindra í marki FH.
87. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
87. mín
Inn:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
86. mín
Viktor Karl með skemmtileg tækni að koma boltanum fram á Aron Bjarna en FH pikka boltanum frá honum.
82. mín
Sigurður Bjartur fer upp í bolta og stuggar við Anton Ara í leiðinni sem fer niður.

Damir grýtir svo FH-ingum frá Anton Ara við misgóðar undirtektir.
80. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
79. mín
Kjartan Kári æðir inn á teig Blika og reynir fyrirgjöf sem fer af Damir og í fangið á Anton Ara.
77. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Logi Hrafn Róbertsson (FH)
77. mín MARK!
Benjamin Stokke (Breiðablik)
BLIKAR TVÖFALDA! Viktor Karl reynir skot utan af velli sem fer af varnarmönnum FH og hrekkur út á fjærstöng þar sem Benjamin Stokke er aleinn og setur boltann þægilega í netið á milli fóta Sindra!
74. mín Gult spjald: Heimir Guðjónsson (FH)
Heimir ekki sáttur og fær spjald. Styttist sennilega í að spjaldið sýnist vera hvítt af öllum þessum núning að vera rífa það úr og setja í vasann.
72. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
71. mín
FH með tilraun sem fer yfir markið. Þeru eru að banka hressilega á dyrnar!
71. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (FH)
Mótmælir því kröftuglega að fá ekki vítaspyrnuna.
71. mín
FH vill víti! Sigurður Bjartur fer niður í teignum í baráttu við Damir og FH vill vítaspyrnu en fá ekki!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

69. mín
Viktor Karl með fyrirgjöf fyrir markið á Jason Daða sem nær ekki að taka boltann niður áður en varnarmenn FH hirða af honum boltan.
65. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Líklega fyrir mótmælin frekar en brotið. Var ekki sammála því að hafa brotið af sér.
64. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
64. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
61. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Vuk á flotta sendinga fyrir markið sem Björn Daníel skallar yfir markið. Það er það síðasta sem Vuk Oskar mun gera í þessum leik.
58. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Spjöldin halda áfram að fara á loft.
55. mín
FH aðeins að skrúfa upp hitann! FH með alvöru atlögu að marki Blika en lenda í smá vandræðum að kom að skoti! Kjartan Kári nær loks hörku skoti en Blikar verjast.
54. mín
Böðvar og Viktor Karl fara í návígi þar sem Viktor Karl liggur eftir og leikurinn er stopp.

Viktor Karl stendur upp og virðist í lagi.
52. mín
Færi! Kjartan Kári fær góða sendingu inn á teig og tekur hann viðstöðulaust á næststöngina en Anton Ari gerir frábærlega að verja!
50. mín
Höskuldur með hornspyrnu fyrir Blika beint í hendurnar á Sindra Kristinn.
47. mín
Kemur ekki mikið úr þessu horni frá FH.
47. mín
FH sækir fyrsta horn síðari hálfleiksins.
46. mín
Kristófer Ingi sparkar síðari hálfleiknum af stað.
46. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Dusan Brkovic (FH)
Tvöföld skipting Heimir ætlar ekkert að bíða með þetta og gerir tvöfalda skiptingu i upphafi síðari hálfleiks.
46. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (FH) Út:Baldur Kári Helgason (FH)
Tvöföld skipting Heimir ætlar ekkert að bíða með þetta og gerir tvöfalda skiptingu i upphafi síðari hálfleiks.
45. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Það eru heimamenn í Breiðablik sem leiða í hlé með marki frá Jason Daða.

Ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið sérstaklega opinn en við fáum vonandi meiri skemmtun í þetta í síðari hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Kristofer Ingi með tilraun en yfir markið.

Skiltið fer á loft og sýnir +1 í uppbót strax í kjölfarið.
44. mín
Kjartan Kári tekur aukaspyrnu úti hægri og finnur Bödda inn á teig en skallinn var laus og Anton Ari ekki í neinum vandræðum.
42. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Brotlegur í baráttu við Aron Bjarna.
41. mín
Ástbjörn með flotta fyrirgjöf fyrir markið og Sigurður Bjartur nær skallanum en hann fer rétt framhjá.
41. mín
Stöngin! Höskuldur með fastan bolta fyrir þar sem Kiddi Steindórs mætir á ferðinni og setur boltann í innanverða stöngina og út!
40. mín
Alexander Helgi með tilraun hátt yfir markið.
38. mín
Klobbi Höskuldur klobbar Sigurð Bjart við mikla hrifningu úr stúkunni.
31. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (Breiðablik)
Heldur áfram og á marktilraun eftir að Ívar var búin að flauta. Það er víst gult samkvæmt bókinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

30. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Virkaði voðalega hissa á að sjá spjaldið. Sýndist heldur ekki mikið í þessu.
29. mín
Höskuldur tekur spyrnuna sem er slök og fer beint í vegginn.
28. mín Gult spjald: Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Fellir Jason Daða sem var kominn á ferðina rétt fyrir utan teig. Alvöru færi fyrir Höskuld að skjóta.
27. mín
Langur bolti fram á Kristofer Inga sem kemst í einn á einn stöðu. Kiddi Steindórs kemur í hjálp og fær boltann en á laflaust skot framhjá markinu.
25. mín
Kjartan Kári kemst á ferðina en nær ekki að losa sig við Höskuld. Reynir skot af löngu færi sem fer framhjá markinu.
23. mín
FH lætur vel fyrir sér finna í föstum leikatriðum. Sigurður Bjartur þar fremstur á meðal jafningja.
22. mín
Kristófer Ingi með skot beint á Sindra Kristinn. Hefði mátt gera betur þarna í flottri stöðu.
21. mín
Vuk Oskar með fyrirgjöf inn á teig Blika þar sem Sigurður Bjartur er í baráttunni en Anton Ari gerir vel og heldur boltanum, þó með smá herkjum.
14. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
BLIKAR TAKA FORYSTU!! FH ná ekki að koma boltanum burt eftir hornspyrnuna og boltinn endar hjá Viktori Karli að mér sýndist sem finnur Jason Daða inni á teig og hann smellir boltanum á nærstöng þar sem Sindri Kristinn er sigraður!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
13. mín
Blikar vinna boltann hátt á vellinum og keyra inn á teig. Kiddi Steindórs reynir fyrirgjöf sem FH bjargar í horn.
12. mín
Vuk Oskar með skalla en framhjá markinu.
10. mín
Blikar komast í góða stöðu og Jason Daði reynir að renna boltanum fyrir markið en Kiddi Steindórs rétt missir af boltanum og Aron Bjarna á svo skot sem fer yfir markið.
8. mín
Kiddi Jóns með fínasta hlaup og nálægt því að vinna horn en fær boltan aftur í sig áður en hann fer svo afturfyrir.
5. mín
Bæði lið eru að þreifa sig áfram.
1. mín
FH sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Lesendur spá Blikum sigri
Mynd: Fótbolti.net

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.

Breiðablik stilla upp sterku liði í kvöld þar sem Aron Bjarnason, Kristófer Ingi Kristinsson, Jason Daði Svanþórsson og Kristinn Steindórsson verða fremstu menn.

FH stilla þá einnig upp sterku liði í kvöld þar sem Sigurður Bjartur Hallsson leiðir línuna og bræðurnir Ísak Óli og Sindri Kristinn Ólafssynir leiða saman hesta sína að nýju en nú í búningi FH. Þá er Böddi löpp á sínum stað.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Samkvæmt vef KSÍ þá hafa þessi félög mæst 91 sinni í mótsleik á vegum KSÍ.

Breiðablik sigrar: 33(36%)
Jafntefli: 16(18%)
FH sigrar: 42(46%)

Síðasti sigur Breiðabliks í deild:
1.Maí 2022 - Breiðablik 3-0 FH

Síðasti sigur FH í deild:
17.September 2023 - Breiðablik 0-2 FH

Leikir liðana á síðasta tímabili:
FH 2-2 Breiðablik - 10.Jún 2023
Breiðablik 0-2 FH - 3.Sept 2023
Breiðablik 0-2 FH - 17.Sept 2023

Mjólkurbikar 2023:
Breiðablik 3-1 FH - 5.Jún 2023

FH-ingar hafa unnið síðustu fjóra klukku­tíma á móti Blikum 6-0

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Maðurinn með flautuna Ívar Orri Kristjánsson verður með flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon.
Arnar Þór Stefánsson verður á milli varamannabekkja með skiltið góða og tilbúin ef eitthvað kemur uppá hjá dómarateyminu.
Kristinn Jakobsson mun hafa eftirlit með gangi mála.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ísak Snær lánaður til Breiðabliks Norska félagið Rosenborg og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um það að Ísak Snær Þorvaldsson fari á láni til Breiðabliks frá norska félaginu og spilar hann því á Íslandi út komandi tímabil.

Ísak var seldur frá Breiðabliki til Rosenborg eftir tímabilið 2022 þar sem hann var besti leikmaður Íslandsmótsins og Breiðablik Íslandsmeistari.

Ísak er 22 ára sóknarmaður sem uppalinn er hjá Aftureldingu og Norwich og kom frá enska félaginu til Breiðabliks.

Hann á að baki sex A-landsleiki og skoraði í janúar sitt fyrsta landsliðsmark. Á Transfermarkt segir að hann glími við nárameiðsli og spurning er hvenær hann verður klár í slaginn með Blikum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net ætti Ísak jafnvel að geta byrjað að spila í 2. umferð og verður því ólíklega með hér í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

   05.04.2024 21:03
Sjáðu þegar Ísak Snær tilkynnti heimkomuna á herrakvöldi Blika
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar á Stöð 2 Sport er spámaður umferðarinnar og spáir fyrir leikina sem eru í 1. umferð deildarinnar.

Breiðablik 2 - 2 FH
FH vann tvisvar í Kópavogi seint á síðustu leiktíð en hér fá þeir ekki meira en eitt stig. Fjögur jafntefli í fyrstu umferð en Víkingur og KA skellihlægja á toppnum.

Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fyrir leik
Breiðablik Blikar skrifuðu söguna síðasta sumar þegar liðið varð fyrst íslenskra karlaliða til að komast í Evrópukeppni. Svo sannarlega frábært afrek. Það má alveg færa rök fyrir því að sá árangur hafi komið niður á deildinni en Blikar höfnuðu að lokum í fjórða sæti og voru aldrei nálægt því að verja þann frábæra titil sem þeir höfðu unnið árið á undan. Blikar mæta eflaust hungraðir til leiks í ár og staðráðnir í að gera betur í deildinni.

Verður einnig áhugavert að sjá Halldór Árnason við stýrið en hann hefur verið hægri hönd Óskars Hrafns Þorvaldssonar síðustu ár en tók við liðinu eftir síðasta tímabil þegar Óskar Hrafn tók við Haugesund í Noregi.

Styrkleikar: Breiðablik er vel spilandi lið með frábæra einstaklinga í öllum stöðum. Einn af þeirra helstu styrkleikum er hversu vel þessir einstaklingar þekkja hvorn annan þar sem lykilmenn hafa spilað saman í mörg ár og það frábæra frjálsa flæði sem myndast í sóknarleik þeirra. Þeir vita alltaf hvað liðsfélaginn er að hugsa.

Veikleikar: Í fyrra var það veikleiki Blika hvernig jafnvægið á liðinu var þegar þeir missa boltann. Kannski voru þeir of stoltir til að laga það, en unga þjálfarateymið sem nú ræður ríkjum þarf að sanna sig og það fyrsta sem ég reikna með að þeir geri er að laga þennan þátt. Ef ekki verður það veikleiki Blika og þá kannski um leið reynsluleysi þjálfarateymisins þó að vissulega sé hellingur af reynsla þar, en kannski ekki reynsla í að hafa alla þessa ábyrgð á herðunum.

Lykilmenn: Það er erfitt að gera uppá milli þessara leikmanna, það væri hægt að nefna svona 16 leikmenn í þessum lið. Aron Bjarnason er kominn aftur heim frá Svíþjóð og það er ekki vegna þess að hann hafi ekki verið nógu og góður fyrir Allsvenskuna. Fyrirfram kandídat í leikmann ársins. Kristinn Steindórsson er frábær fótboltamaður sem les leikinn betur en flestir. Einn af þeim sem getur brotið upp varnarmúra með því að þræða boltann í gegnum minnstu glufur. Viktor Karl Einarsson er orkumikill miðjumaður sem getur leyst nokkrar stöður og hefur kannski staðið í skugganum á Gísla Eyjólfs síðustu ár. Þetta verður árið hans.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Kristófer Ingi Kristinsson, Olivier Giroud Breiðabliks.

Komnir:
Aron Bjarnason frá Sirius
Benjamin Stokke frá Kristiansund
Kristinn Jónsson frá KR
Arnór Gauti Jónsson frá Fylki
Daniel Obbekjær frá Færeyjum
Tómas Orri Róbertsson frá Grindavík (var á láni)

Farnir
Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar
Anton Logi Lúðvíksson til Haugesund
Davíð Ingvarsson til Danmerkur
Klæmint Olsen til NSÍ (var á láni)
Ágúst Eðvald Hlynsson til Danmerkur
Ágúst Orri Þorsteinsson til Genoa
Oliver Stefánsson til ÍA
Arnar Númi Gíslason til Fylkis (var á láni hjá Gróttu)
Alex Freyr Elísson til Fram (var á láni hjá KA)

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

   07.04.2024 13:16
Fær Dóri valkvíða þegar hann velur í framlínuna?
Fyrir leik
FH FH er spáð 6.sæti deildarinnar af okkur spekingum hjá .net. FH stefnir auðvitað hærra og fá alvöru prófraun strax í 1.umferð.

FH endaði síðasta tímabil í 5.sæti deildarinnar með 40 stig, aðeins einu stigi á eftir Breiðablik og síðasta evrópusætinu í 4.sætinu.


Styrkleikar: FH eru vel mannaðir í flestum stöðum og mjög vel skipulagðir. Þeir hafa styrkt vörnina í vetur og eru með leikmannahóp á mjög góðum aldri. Meiðsli lykilmanna í úrslitakeppninni gerðu þeim erfitt fyrir í baráttunni um Evrópusæti en hópurinn er breiðari í ár og Heimir veit upp á hár hvernig á að ná árangri í þessari deild.

Veikleikar: Markaskorun gæti orðið vandamál, það eru margir í liðinu sem geta skorað en enginn sem hefur farið yfir 10 mörk í deildinni og þeirri markahæsti maður í fyrra er aðstoðarþjálfari í ár. Markvarslan var ekki góð í fyrra og Sindri Kristinn þarf að sýna sitt rétta andlit í ár.

Lykilmenn: Björn Daníel Sverrisson er einfaldlega frábær leikmaður og ef hann á gott tímabil er FH í góðum málum. Böðvar Böðvarsson styrkir FH mikið og hann er ekki einungis góður leikmaður heldur mikill karakter sem leiðir með góðu fordæmi. Dusan Brkovic er fenginn í Kaplakrika til að binda saman varnarleikinn og hann mun gera menn í kringum sig betri.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Baldur Kári Helgason mun spila stórt hlutverk í FH þrátt fyrir ungan aldur. Mjög góður miðjumaður sem gæti slegið í gegn í sumar.

Komnir:
Ísak Óli Ólafsson frá Esbjerg
Böðvar Böðvarsson frá Svíþjóð
Dusan Brkovic frá KA
Sigurður Bjartur Hallsson frá KR
Arnór Borg Guðjohnsen frá Víkingi (var á láni - keyptur)
Kjartan Kári Halldórsson frá Noregi (var á láni - keyptur)
Allan Purisevic frá Stjörnunni
Arngrímur Bjartur Guðmundsson frá Ægi (var á láni)
Dagur Þór Hafþórsson frá ÍR (var á láni)

Farnir:
Davíð Snær Jóhannsson til Álasunds
Kjartan Henry Finnbogason orðinn aðstoðarþjálfari
Eggert Gunnþór Jónsson til KFA
Dani Hatakka
Eetu Mömmö til Lecce (var á láni)
Viðar Ari Jónsson til HamKam

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Spáin fyrir Bestu deildina 2024! Við hjá fotbolti.net settum á okkur spádómshatta og reyndum að spá fyrir um fótboltasumarið 2024. Margir spyrnufróðir spekingar lögðu höfuð í bleyti og reyndu að spá fyrir um afdrif komandi sumars.

Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.

Svona leit þetta út eftir miklar vangaveltur:

1. Valur, 139 stig
2. Víkingur R., 135 stig
3. Stjarnan, 111 stig
4. Breiðablik, 109 stig
5. KR, 104 stig
6. FH, 81 stig
7. KA, 66 stig
8. Fram, 60 stig
9. ÍA, 59 stig
10. Vestri, 34 stig
11. Fylkir, 24 stig
12. HK, 14 stig

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og FH í 1.umferð Bestu deildar karla í knattaspyrnu þetta sumarið!

Leikið er á Kópavogsvelli, heimavelli Blika og maður lifandi hvað það er mikil spenna fyrir þessu Íslandsmóti!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('87)
9. Sigurður Bjartur Hallsson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
25. Dusan Brkovic ('46)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('61)
34. Logi Hrafn Róbertsson ('77)
37. Baldur Kári Helgason ('46)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('87)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('77)
8. Finnur Orri Margeirsson ('46)
10. Björn Daníel Sverrisson ('46)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('61)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Vuk Oskar Dimitrijevic ('28)
Logi Hrafn Róbertsson ('42)
Böðvar Böðvarsson ('65)
Finnur Orri Margeirsson ('71)
Heimir Guðjónsson ('74)
Ástbjörn Þórðarson ('87)

Rauð spjöld: