Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Víkingur R.
4
1
Víðir
0-1 David Toro Jimenez '13
Aron Elís Þrándarson '16 1-1
Helgi Guðjónsson '68 2-1
Ari Sigurpálsson '80 3-1
Nikolaj Hansen '82 4-1
25.04.2024  -  15:00
Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól og sumar með dass af vind
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 980
Maður leiksins: Viktor Örlygur Andrason
Byrjunarlið:
16. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
Óskar Örn Hauksson ('64)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('86)
4. Oliver Ekroth
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('64)
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Aron Elís Þrándarson ('57)
27. Matthías Vilhjálmsson
30. Daði Berg Jónsson ('64)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
17. Ari Sigurpálsson ('64)
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('64)
23. Nikolaj Hansen ('64)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('57)
26. Kári Vilberg Atlason ('86)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Daði Berg Jónsson ('46)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Íslands og bikarmeistararnir hefja titilvörnina á sigri hér í dag.

Þurftu að hafa fyrir því að ná yfirhöndinni en um leið og markið datt sem kom þeim yfir var þetta aldrei spurning.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í dag.

91. mín
Fáum +2 í uppbót.
90. mín
Helgi Guðjóns aftur með hættulegan bolta fyrir markið sem ratar út á fjærstöng þar sem Karl Friðleifur setur hann fastann fyrir í hættusvæðið en þar var enginn Víkingur.
89. mín
Inn:Elfar Máni Bragason (Víðir) Út:Ísak John Ævarsson (Víðir)
89. mín
Inn:Tómas Freyr Jónsson (Víðir) Út:Cristovao A. F. Da S. Martins (Víðir)
88. mín
Helgi Guðjóns með flotta fyrirgjöf fyrir markið sem Niko Hansen nær að koma höfðinu á en Joaquin ver vel.
86. mín
Inn:Kári Vilberg Atlason (Víkingur R.) Út:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
84. mín
Inn:Ottó Helgason (Víðir) Út:Daniel Beneitez Fidalgo (Víðir)
82. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Víkingar fá hornspyrnu og flott spyrna fyrir markið þar sem Oliver Ekroth nær skalla á nærstöng sem Joaquin ver út í teig og hann fellur fyrir Niko Hansen sem setur hann í netið.
80. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Ari Sigurpáls fær boltann og snýr út við vítateigshornið vinstra meginn og smellir honum fast niðri í fjær.

Víkingur er að klára þetta endanlega hérna.
76. mín
Inn:Ricardo Henrique Ferreira De Carvalho (Víðir) Út:David Toro Jimenez (Víðir)
76. mín
Hörku sókn frá Víkingum og Joaquin aftur með stórkostlega markvörslu en flaggið á loft.
73. mín
Joaquin með frábæra tvöfalda vörslu en flaggið fór á loft eftir fyrra skotið.
Sveinn Gísli með skot sem Ari Sigurpáls reyndi að fylgja á eftir.

Sveinn Gísli á eiginlega skilið eitt mark í þessum leik. Hefur verið mjög góður og fengið færin en ekki alveg dottið fyrir hann.
69. mín
Verður áhugavert að sjá hvort Víðir haldi haus og geri Víkingum áfram erfitt fyrir eða hvort þetta mark hafi brotið þá eða dældað í þeim sjálfstraustið.
68. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Víkingar komst yfir! Frábær fyrirgjöf frá hægri fyrir markið sem Helgi Guðjónsson skallar að marki og skorar.

Sýndist Joaquin verja skallann frá Helga í hann aftur og inn frekar en að skallinn hafi lekið inn.

Kemur ekki að sök því það telur jafn mikið!
67. mín
Þung sókn hjá Víkingum en ná ekki að koma skoti á markið.
64. mín
Arnar ekki verið sáttur með gang mála og gerir þrefalda breytingu til að reyna hrista upp í þessu hjá sínum mönnum.
64. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Óskar Örn Hauksson (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
62. mín
Sjáðu markið rosalega hjá Víði
Elvar Geir Magnússon
61. mín
Maður finnur að það er að byggjast upp einhver smá pirringur hjá Víkingi.
57. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
55. mín Gult spjald: Björgvin Freyr Larsson (Víðir)
53. mín
Markús Máni reynir að keyra á Ekroth.

Get ekki sagt að þetta sé sanngjörn barátta endilega og Ekroth hirðir af honum boltann nokkuð auðveldlega.
52. mín
Víðismenn counter-a Víkinga hratt og Markús Máni á skot sem Pálmi Rafn ver í horn.

Kemur hinsvegar ekkert úr þessu horni.
50. mín
Daði Berg með tilraun en Joaquin sér við honum á nærstöng.
49. mín
Víkingur fer mjög hátt upp með liðið sitt. Allir nema Ekroth komnir fram fyrir miðjuboga á vallarhelmingi Víðis.
46. mín Gult spjald: Daði Berg Jónsson (Víkingur R.)
Hættuspark sennilega frekar en eitthvað annað. Fór ansi hátt upp með fótinn í baráttunni við varnarmenn Víðis.
46. mín
Markús Máni sparkar okkur af stað aftur.
46. mín
Inn:Jón Gunnar Sæmundsson (Víðir) Út:Kristján Már Vignisson (Víðir)
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara jöfn inn til búningsherbergja inn í hálfleik.

Stórkostlegt mark frá Víði var svarað stuttu seinna með góðu marki frá heimamönnum.

Víkingar stýrt leiknum en gengið erfiðlega að komast í einhver alvöru færi. Víðir hafa verið flottir varnarlega og þau fáu skipti sem þeir komast fram þá hefur verið einhvern ógn í því.
45. mín
Fáum +1 í uppbót.
45. mín
Sending fyrir markið sem Helgi Guðjóns nær að henda sér á en Joaquin í marki Víðis varði vel.
40. mín
Halldór Smári með tilraun hátt yfir markið.
36. mín
Óskar Örn með fyrirgjöf fyrir markið og Sveinn Gísli er í boltanum en Joaquin var alveg með þetta á lás.

Víkingar eru að dóminera með boltann en á sama tíma ekki að skapa sér nein afgerandi færi.
32. mín
Vantaði smá gæði í þetta frá Víði en halda boltanum eftir slakt horn. Þeir gerðu vel með að keyra bara á Víkingana en náðu þó ekki skoti að marki.
31. mín
Víðir fær sjaldséða sókn á hinum endanum og gera vel í að vinna horn. Markús Mani á skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
30. mín
Helgi Guðjóns með frábæran bolta fyrir markið en Daði Berg stýrir boltanum yfir markið!
28. mín
Viktor Örlygur með fína spyrnu og sýndist Víðismenn ná að bjarga á línu skalla frá Sveini Gísla og koma boltanum burt.
27. mín
Víkingar með fínasta spil og vinna hornspyrnu.
23. mín
Markús Máni með svakalegan sprett og hleypur í gegnum hálfa vörn Víkinga áður en þeir ná að stöðva hann rétt við vítateigslínuna.
21. mín
Óskar Örn með skemmtileg tilþrif en skotið rétt framhjá.
16. mín MARK!
Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Víkingar jafna! Hár bolti inn á teig úti hægri sem Helgi Guðjóns skallar á fjærstönginni í átt að marki og Víðir eru í bölvuðu brasi að koma boltanum burt áður en Aron Elís mætir bara í tap in.

Allt orðið jafnt aftur!
13. mín MARK!
David Toro Jimenez (Víðir)
JAAAAAHÉRNAAAHÉÉR!!!!!!! VÍÐIR SKORA FYRIR AFTAN MIÐJU!!!!!!

Brotið á Markús Mána og David Toro Jimenez sér Palma Rafn framarlega í marki Víkinga og neglir bara af einhverjum 70 metrum og hann svífur í mark Víkinga!

ÞETTA VAR ROSALEGT!!
10. mín
Joaquin markvörður Víðis strax búin að fá tiltal frá dómara leiksins fyrir tafir.
7. mín
Þessi leikur er svolítið að spilast eins og við var að búast. Víkingar nær einvaldir með boltann en Víðir eru þéttir tilbaka.
2. mín
Sveinn Gísli með fyrstu tilraun leiksins. Fær langa sendingu á fjær og smellir boltanum rétt framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Titilvörnin er farinn af stað. Helgi Guðjóns sparkar okkur af stað.
Fyrir leik
Bikarmeistarar síðasta árs Bikarmeistarar síðasta árs mætast í Víkinni hér í dag þegar Víkingur hefur titilvörnina í Mjólkurbikarnum. Liðið mætir Víði í 32-liða úrslitunum en Víðir vann Fótbolti.net bikarinn á síðasta ári.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Fótbolti.net ræddi við Svein Þór Steingrímsson fyrir leikinn í dag en hann er þjálfari Víðis.

„Þetta leggst gríðarlega vel í mig, það er ekkert alltaf sem liðin í deildunum fyrir neðan fá að mæta besta liði landsins og við fáum tækifæri til þess. Við ætlum að njóta þess í botn."

„Það verður gaman að fara í Víkina. Það skemmir ekki fyrir að þetta sé útileikur því Víðisvöllurinn er ekki orðinn klár. Hann er að okkar mati besti grasvöllur á landinu þegar hann er í lagi. Það er flott að fara í Víkina, bullandi stemning og vonandi verður vel mætt."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Víðir hefur unnið sex bikarleiki í röð, fjóra í .net bikarnum í fyrra og tvo í Mjólkurbikarnum í ár - alvöru bikarlið.

„Við fengum tvo flotta leiki núna; Sindra og KFK sem eru með okkur í deild. Það er bikar'vibe' yfir Víði."

Er einhver leið að skáka Víkingunum?

„Það hafa allavega fá lið getað það síðastliðin ár. En maður verður alltaf að trúa því allavega þegar við komum í leikinn að það séu einhverjar leiðir. Við setjum upp plan með strákunum í vikunni, plan sem við þurfum að fylgja til að eiga einhvern séns. Miði er möguleiki eins og einhver sagði. Annað eins hefur gerst í bikarkeppnum. Við verðum að trúa því að við getum komið með eitt svoleiðis ævintýri á fimmtudaginn."

Er undirbúningurinn öðruvísi en fyrir hefðbundinn deildarleik?

„Maður horfir mikið á fótbolta og hef séð marga leiki með Víkingi í gegnum tíðina. Þeir geta meitt lið á svo marga vegu. Maður þarf að vera undirbúinn fyrir allt."

„Auðvitað erum við að mæta andstæðingum sem eru nokkrum klössum fyrir ofan okkur. Við þurfum aðeins að breyta út frá því hvernig við viljum vanalega spila. Þetta er aðeins öðruvísi undirbúningur."

„Fyrir okkur er þetta frábær leikur að fá á þessum tímapunkti, síðasti leikur fyrir deildina. Þú ferð ekkert í þennan leik og ætlar að svindla á einhverju hlaupi eða eitthvað svoleiðis. Þetta getur sett tóninn fyrir tímabilið," sagði Sveinn að lokum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

   23.04.2024 17:30
Bikarmeistarar síðasta árs mætast í Víkinni - „Getur sett tóninn fyrir tímabilið"
Fyrir leik
Tríóið Twana Khalid Ahmed heldur utan um flautuna hér í dag og honum til aðstoðar verða Hreinn Magnússon og Sigurður Schram.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Þessi lið hafa í gegnum tíðina ekki beint lagt það í vana sinn að mætast innbyrðis en það hefur þó gerst 9 sinnum í leikjum á vegum KSÍ.

Víkingur hefur fimm sinnum (56%) haft betur.
Liðin hafa einusinni (11%) skilið jöfn.
Víðir hefur þrisvar sinnum (33%) haft betur.

Mynd: Víkurfréttir


Síðast mættust þessi lið í þá Coca-Cola bikar karla 1998.
Sá leikur fór 2-2 og hafði Víkingur sigur eftir vítaspyrnukeppni.

Mynd: Fótbolti.net - Gunnlaugur Júlíusson

Fyrir leik
Leiðin í 32-liða Bestu deildarliðin koma inn í keppnina í 32-liða úrslitum svo þetta mun vera fyrsti leikur Víkinga í átt að því að verja titilinn.

Leið Víðis

Víðismenn komu inn í bikarinn strax í fystu umferð. Þeir fengu heimaleik gegn Sindra í fyrstu umferð.
Víðir 2-1 Sindri

Víðir dróst næst á útivöll gegn KFK.
KFK 0-3 Víðir

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin til leiks! Verið hjartanlega velkomin til leiks á heimavöll hamingjunnar í víkinni þar sem bikarmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn fotbolti.net bikarmeisturum Víðis frá Garði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Joaquin Ketlun Sinigaglia (m)
5. Björgvin Freyr Larsson
6. Paolo Gratton
7. Ísak John Ævarsson ('89)
9. Markús Máni Jónsson
10. David Toro Jimenez ('76)
13. Kristján Már Vignisson ('46)
14. Daniel Beneitez Fidalgo ('84)
17. Cristovao A. F. Da S. Martins ('89)
19. Haraldur Smári Ingason
27. Einar Örn Andrésson

Varamenn:
30. Jón Garðar Arnarsson (m)
4. Ricardo Henrique Ferreira De Carvalho ('76)
8. Ottó Helgason ('84)
11. Jón Gunnar Sæmundsson ('46)
15. Tómas Freyr Jónsson ('89)
21. Abderrahman Achmimou Ben Alilou
97. Elfar Máni Bragason ('89)

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Örn Steinar Marinósson
Sólmundur Ingi Einvarðsson
Jón Grétar Guðmundsson
Snorri Már Jónsson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Björgvin Freyr Larsson ('55)

Rauð spjöld: