Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. febrúar 2015 13:18
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Þór yfirgefur Silkeborg - Á leið í FH?
Bjarni Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Bjarni Þór Viðarsson, sem hefur leikið með Silkeborg undanfarin þrjú ár, hefur komist að samkomulagi við félagið um að rifta samning sínu en hann er því laus allra mála.

Bjarni, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við Silkeborg frá Mechelen árið 2012 en honum tókst einungis að leika 31 leik og skora 3 mörk á tíma sínum hjá félaginu.

Hann hefur verið úti í kuldanum hjá liðinu að undanförnu en hann sagði í viðtali við Fótbolta.net í desember að hann myndi ekki útiloka að snúa aftur heim í FH og taka slaginn með liðinu í Pepsi-deildinni.

Hann er nú laus allra mála hjá Silkeborg og getur því fundið sér nýtt félag.

,,Ég hef ekkert slæmt að segja um Silkeborg. Þetta er gott félag og það er gott fólk að vinna hérna. Ég kom hingað með það í huga að spila reglulega en það tókst ekki og svona er stundum fótboltinn," sagði Bjarni við heimasíðu félagsins.

,,Núna mun ég finna mér annað félag og koma ferlinum aftur af stað," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner