Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. febrúar 2015 15:28
Brynjar Ingi Erluson
England: Özil skoraði og lagði upp i öruggum sigri Arsenal
Mesut Özil skoraði og lagði upp fyrir Arsenal
Mesut Özil skoraði og lagði upp fyrir Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal 5 - 0 Aston Villa
1-0 Olivier Giroud ('8 )
2-0 Mesut Ozil ('56 )
3-0 Theo Walcott ('63 )
4-0 Santi Cazorla ('75 , víti)
5-0 Hector Bellerin ('90 )

Arsenal var í stuði er liðið mætti Aston Villa á Emirates leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið sigraði með fimm mörkum gegn engu.

Olivier Giroud kom Arsenal yfir strax á 8. mínútu leiksins en Özil gaf þá frábæra stungusendingu á franska framherjann sem lyfti boltanum yfir Brad Guzan í markinu og heimamenn því komnir með forystu.

Santi Cazorla skaut boltanum í stöng á 28. mínútu eftir að hann lék á Jores Okore og tveimur mínútum síðar skoraði Özil sjálfur en það var þó dæmt af vegna rangstöðu.

Arsenal fékk urmul af færum til þess bæta við mörkum en tókst þó ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-0.

Özil bætti við öðru marki á 56. mínútu en Giroud launaði honum greiðann úr fyrsta markinu og lagði boltann á Özil sem skoraði örugglega. Theo Walcott bætti við þriðja markinu nokkrum mínútum síðar eftir sendingu frá Cazorla.

Giroud átti skalla í slá 69. mínútu og nokkrum mínútum síðar fiskaði Chuba Akpom vítaspyrnu er Okore braut á honum innan teigs. Cazorla skoraði úr spyrnunni. Akpom sem er einungis 19 ára gamall átti góðan leik og skapaði mikla hættu eftir að hann kom inná.

Hector Bellerin skoraði svo fimmta og síðasta mark leiksins með frábæru skoti af 25 metra færi og lokatölur því 5-0 Arsenal í vil. Öruggur sigur heimamanna staðreynd en liðið er í fimmta sæti með 42 stig á meðan Villa er í sextánda sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner