Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. febrúar 2015 22:21
Alexander Freyr Tamimi
Kjarnafæðismótið: KA og KA2 mætast í úrslitum
Umfjöllun frá Knattspyrnudómarafélagi Norðurlands
KA og KA2 mætast í úrslitum.
KA og KA2 mætast í úrslitum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF. 1-1 Þór
0-1 Jóhann Helgi Hannesson (20´, víti)
1-1 Ólafur Natan Halldórsson (72´)

Síðasti leikur í riðlakeppni Kjarnafæðismótsins fór fram í Boganum í dag milli KF. og Þórs.

Ekki var mikið um upplögð marktækifæri í þessum leik og voru Þórsarar heldur meira með boltann án þess að ógna verulega, KF varðist hinsvegar vel og áttu ágætissókni inn í milli.

KF átti td mjög gott færi eftir hornspyrnu á 25mín en Sandor varði vel.

Þórsarar skora síðan á 35mín eftir að þeir fá hornspyrnu þar sem Jóhann Helgi á skalla sem

Halldór markmaður ver út í teiginn þar sem brotið er á Sveini Elíasi og úr vítinu skorar Jóhann Helgi af öryggi.

Síðari hálfleikur að mörgu leiti keimlíkur en á 63mín fær Jóhann Helgi dauðafæri af markteig eftir góða fyrirgjöf frá Guðmundi Óla en skaut vel yfir markið.

KF. jafnar síðan á 72mín eftir góða skyndisókn og var þar að verki Ólafur Natan sem var óvaldaður á fjærstöng og renndi knettinum í netið.

Eftir þetta sóttu Þórsarar nokkuð án þess að skapa verulega hættu.

Áhorfendur: um 80.

Maður leiksins. Jakob Hafsteinsson KF.

------------------------

Þór2 1-3 Magni

1-0 Róbert Logi Kristinsson(45´)
1-1 Orri Freyr Hjaltalín, vítaspyrna (60‘)
1-2 Sjálfsmark (62´)
1-3 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson (86´)

Föstudaginn 30. janúar mættust Þór2 og Magni í Kjarnafæðismótinu.

Fyrri hálfleikur var fjörugur, samspil á köflum gott hjá báðum liðum og bæði lið áttu snarpar og hættulegar sóknir. Magnamönnum gekk betur að koma sér í gegn um vörn Þórs en áttu erfitt með að ná að ljúka sóknunum með skoti að marki.

Nokkuð gegn gangi leiksins skoruðu Þórsarar rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þá fengu þeir aukaspyrnu á miðjum leikvellinum og Róbert Logi skallaði boltann laglega fram hjá markverði Magnamanna.

Í seinni hálfleik bætti Magni í sóknina og stjórnuðu leiknum á löngum köflum. Allt var þó í járnum þangað til brotið var á sóknarmanni þeirra innan vítateigs á 59. mínútu. Orri Freyr fór á vítapunktinn og skoraði örugglega. Tæpum tveimur mínútum síðan urðu Þórsarar fyrir því óláni að skora sjálfsmark er boltinn hrökk af varnarmanni þeirra eftir fasta fyrirgjöf.

Eftir þetta var leikurinn að mestu í stjórn Magnamanna og fengu þeir nokkur færi til þess að tryggja sigurinn. Það gerðu þeir líka þegar 4 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma er Hreggviður Heiðberg skoraði gott mark eftir sendingu inn fyrir vörn Þórsara.

Verðskuldaður sigur Magna var staðreynd og greinilegt að mun meiri breidd var í þeirra leikmannahópi en andstæðinganna..

Áhorfendur voru um 50.

Maður leiksins: var Hristo Petrov Slavkov hjá Þór2.
Athugasemdir
banner
banner
banner