Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
   fim 01. febrúar 2018 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Helgi Sig: Yfirleitt rautt spjald
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis er ánægður með að vera kominn í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir góðan sigur á KR í Egilshöllinni fyrr í kvöld.

KR-ingar voru manni færri síðasta klukkutíma leiksins eftir að Andre Bjerregaard sparkaði til mótherja er þeir lágu í gervigrasinu.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fylkir

„Við erum í þessum mótum til að vinna þau og ætlum okkur stóra hluti í hverjum einasta leik. VIð erum að reyna að byggja upp hefð, að reyna alltaf að vinna leiki. Ég hef lagt mikinn metnað í að fá það inn í strákana að trúa því að þeir geti unnið hvaða lið sem er," sagði Helgi.

„Það var ekki mikið um færi í þessum leik, þeim mun meiri barátta, en við náðum að krafsa inn einu marki."

Helgi var spurður út í rauða spjaldið sem Bjerregaard fékk og telur það vera réttmætt.

„Eins og við sjáum það þá sparkar hann á eftir manni sem er búinn að brjóta á honum og þá er það yfirleitt rautt spjald. Ég ætla svosem ekkert að tjá mig um það, auðvitað vill maður helst spila leiki 11 á móti 11."

Helgi segist vera mjög ánægður með leikmannahópinn sinn, sem vann Inkasso-deildina í fyrra og er að gera góða hluti á byrjun upphitunartímabilsins. Hann ætli ekki að bæta við sig leikmönnum nema hann telji þá styrkja hópinn til muna.

„Auðvitað getur maður ekki útilokað að það komi einn eða tveir en ég á ekkert sérstaklega von á því núna. Ég get verið heiðarlegur með það að það er ekkert að gerast eins og staðan er núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner