Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 01. mars 2015 17:52
Alexander Freyr Tamimi
England: Chelsea deildabikarmeistari
Chelsea hafði betur gegn Tottenham á Wembley.
Chelsea hafði betur gegn Tottenham á Wembley.
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 0 Tottenham
1-0 John Terry ('45 )
2-0 Kyle Walker ('56 , sjálfsmark)

Chelsea er enskur deildabikarmeistari eftir 2-0 sigur gegn Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley í dag.

Fyrri hálfleikurinn var helst til tíðindalítill og erfitt að gera upp á milli liðanna, en bæði spiluðu fínan fótbolta á köflum.

Allt benti til þess að liðin myndu ganga til búningsklefanna í leikhlé með markalaust jafntefli á bakinu, en svo fór þá ekki. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Chelsea aukaspyrnu við hlið vítateigsins, boltinn barst inn í teig þar sem leikmönnum Tottenham mistókst að hreinsa. John Terry var mættur og sparkaði boltanum í netið með viðkomu í Harry Kane.

Skömmu síðar var flautað til leikhlés og Chelsea fór þangað inn með 1-0 forystu þökk sé fyrirliðanum.

Snemma í síðari hálfleik fór Diego Costa svo langleiðina með að tryggja Chelsea sigurinn. Hann skoraði þá annað mark þeirra bláklæddu, en boltinn hafði viðkomu í Kyle Walker á leiðinni í netið og var markið skráð sem sjálfsmark.

Leikmenn Tottenham gáfust ekki upp og héldu áfram að berjast og skapa færi, en ekkert gekk upp. Lokatölur urðu því 2-0 fyrir Chelsea, sem er deildabikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner