Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. mars 2015 14:20
Hafliði Breiðfjörð
Henderson: Ég hugsaði 'ég læt hann vaða!'
Henderson fagnar markinu sínu í dag.
Henderson fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson fyrirliði Liverpool var hógvær eftir 2-1 sigur liðsins á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann skoraði sjálfur glæsilegt mark í leiknum áður en Edin Dzeko jafnaði metin. Philippe Coutinho skoraði svo sigurmarkið í lokin með öðru glæsimarki.

,,Við sýndum frábæran karakter með því að halda okkur í leiknum og Philippe vann leikinn fyrir okkur með frábæru marki," sagði Henderson eftir leik en liðið mætir Burnley í deildnni á miðvikudaginn.

,,Við verðum að halda áfram núna, hver einasti leikur er stór. Burnley verður erfiður leikur fyrir okkur en þessi úrslit munu gefa okkur mikið sjálfstraust."

Raheem Sterling lagði bæði mörkin upp en Henderson kom Liverpool yfir á elleftu mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig, í slá og inn.

,,Þetta var bara hröð sókn og Raheem fann okkur. Ég tók snertingu á boltann og hugsaði: 'Ég læt vaða!' Sem betur fer fór hann inn."
Athugasemdir
banner