Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. mars 2015 19:19
Alexander Freyr Tamimi
Lengjubikarinn: FH og Leiknir með þægilega sigra
Steven Lennon skoraði tvö mörk.
Steven Lennon skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Leiknir unnu bæði ansi sannfærandi sigra í Lengjubikarnum í dag.

FH rúllaði yfir Víking frá Ólafsvík, 4-0. Þeir Guðmann Þórisson og Atli Viðar Björnsson komu FH í 2-0 fyrir leikhlé, og Steven Lennon bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Leiknir hafði betur gegn Víkingi, 3-0, í Egilshöllinni. Leiknismenn leiddu 1-0 í hálfleik þökk sé skallamarki frá fyrirliðanum Ólafi Hrannari Kristjánssyni.

Í seinni hálfleik bætti Hilmar Árni Halldórsson við glæsilegu marki. Fyrra mark hans var stórkostlegt, viðstöðulaust þrumuskot upp í vinkilinn. Seinna markið kom úr víti sem þótti umdeilt.

Víkingur Ó 0 - 4 FH
0-1 Guðmann Þórisson ('21)
0-2 Atli Viðar Björnsson ('37)
0-3 Steven Lennon ('61)
0-4 Steven Lennon ('64)

Víkingur R 0 - 3 Leiknir R
0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson
0-2 Hilmar Árni Halldórsson
0-3 Hilmar Árni Halldórsson (víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner