Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. mars 2015 15:15
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Fjarðabyggð vann Keflavík
Brynjar Jónasson skoraði tvö fyrstu mörkin í dag og er kominn með fimm mörk í þremur leikum í Lengjubikarnum.
Brynjar Jónasson skoraði tvö fyrstu mörkin í dag og er kominn með fimm mörk í þremur leikum í Lengjubikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð 3 - 2 Keflavík:
1-0 Brynjar Jónasson ('5)
2-0 Brynjar Jónasson ('12, víti)
2-1 Leonard Sigurðsson ('19)
2-2 Leonard Sigurðsson ('35)
3-2 Hákon Sófusson ('61)

Fjarðabyggð sem leikur í 1. deildinni á komandi tímabili gerði sér lítið fyrir og vann Pepsi-deildarlið Keflavíkur í Lengjubikar karla í dag.

Markahrókurinn Brynjar Jónasson sem var valinn bestur og efnilegastur í 2. deildinni í fyrra með Fjarðabyggð auk þess að vera markakóngur kom heimamönnum í 2-0 með tveimur mörkum á fyrsta stundarfjórðungnum í dag en síðara markið var úr víti.

Leonard Sigurðsson, 19 ára gamall leikmaður Keflavíkur svaraði fyrir gestina í Fjarðabyggðarhöllinni með tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks.

Það var svo um miðjan síðari hálfleikinn að Hákon Sófusson skoraði sigurmarkið fyrir Fjarðabyggð og 3-2 sigur staðreynd.

Fjarðabyggð hefur unnið tvo af sínum þremur leikjum, gegn Keflavík og Haukum en töpuðu fyrir Þór. Með sigrinum fóru þeir upp að hlið Keflavík í 2. - 3. sæti með 6 stig en hafa lakari markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner