Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. mars 2015 18:37
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho: Courtois maður leiksins
Mourinho og leikmenn hans unnu deildabikarinn.
Mourinho og leikmenn hans unnu deildabikarinn.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var að vonum ánægður eftir að hafa gert sína menn að deildabikarmeisturum árið 2015.

Portúgalinn og leikmenn hans unnu 2-0 sigur gegn Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en Mourinho viðurkennir þó að hann finni til með andstæðingnum.

,,Ég er mjög ánægður. Ég vil byrja á að hrósa Tottenham og Mauricio Pochettino því hann er að byggja upp frábært lið. Þeir gáfu okkur virkilega góðan leik og ég finn til með þeim," sagði Mourinho við Sky Sports.

,,Leikmennirnir mínir voru frábærir. Maður fer í úrslitaleiki til að vinna, ekki bara til að vera með. Tottenham fékk örfá færi en það var allt of sumt. Við vissum að þeir yrðu hættulegir í skyndisóknum og við spiluðum eins og það á að spila úrslitaleik."

,,Maður leiksins? Það eru Thibaut Courtois og Filipe Luis, sem voru frábærir gegn Liverpool. Maður leiksins var Andreas Christensen sem spilaði vel gegn Shrewsbury. Menn leiksins eru fleiri en John Terry, því við erum lið. Ég er stoltur af strákunum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner