Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. mars 2015 16:00
Hafliði Breiðfjörð
Godsamskipti
Hvað er málið með heyrnartólin, vilja menn ekki tala við liðsfélagana eða er þetta tíska? Kevin Davies veltir þessu fyrir sér í dag.
Hvað er málið með heyrnartólin, vilja menn ekki tala við liðsfélagana eða er þetta tíska? Kevin Davies veltir þessu fyrir sér í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net
Hér að neðan má sjá brot af boltaumræðunni á samskiptasíðunni Twitter í boði Vodafone. Með því að fylgja Fótbolta.net á Twitter færðu fréttaveitu þar sem inn rúlla nýjustu fréttirnar úr boltanum.

Heimasvæði Fótbolta.net á Twitter er á @Fotboltinet


Hörður Magnússon ‏íþróttafréttamaður:
Ég einfaldlega þoli ekki þegar stjórar stilla upp framherjalausu liði.Eru að reyna að finna upp hjólið.Heyriði það Brendan og Guardiola.

Kevin Davies ‏leikmaður Bolton:
Eru leikmenn með heyrnartól á leið í leikina því þeir vilja ekki tala við neinn eða hvorn annan eða er þetta bara tíska?!

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur á Stöð 2 Sport:
Þetta Man City lið er game over. Þreyttir, gamlir og þunglamalegir. Pellegrini rekinn í vor. Eina.

Einar Gudnason þjálfari Berserkja:
Ef Pepsí myndi byrja á morgun væri mín spá 1.FH 2.Star. 3.KR 4.UBK. 5.Valur 6.Víkingur 7.Fylkir. 8.Kef 9.Fjölnir 10.Leiknir 11.IBV 12.IA

Teitur Örlygsson ‏körfuboltaþjálfari:
Staðreyndin að LFC sé besta liðið í PL um þessar mundir er að drepa mig! #fotbolti

Heimir Gunnlaugsson ‏formaður meistaraflokksráðs Víkings:
Víkingur - Leiknir, dómari: Leiknir Ágústsson. Eitthvað rámar mig í að það hafi gerst áður.

Magnús Már Einarsson
Hart fyrir City að fá tvö á sig fyrir utan teig






Athugasemdir
banner
banner
banner