Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2015 16:42
Hafliði Breiðfjörð
Wenger: Enginn klúðrar færum af ásetningi
Wenger á hliðarlínunni í dag. Hann hélt Olivier Giroud í liðinu þrátt fyrir slakan leik gegn Monaco á miðvikudaginn og Frakkinn endurgalt traustið með marki.
Wenger á hliðarlínunni í dag. Hann hélt Olivier Giroud í liðinu þrátt fyrir slakan leik gegn Monaco á miðvikudaginn og Frakkinn endurgalt traustið með marki.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sá sína menn vinna 2-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og endurheimta þar með þriðja sætið í deildinni. Hann gerði breytingar á liðinu fyrir leik eftir tap í Meistaradeildinni í vikunni gegn Monaco en hélt þó Olivier Giroud í liðinu þrátt fyrir að hann klúðraði mörgum færum gegn Monaco. Hann endurgalt traustið með góðu marki í lok fyrri hálfleiks.

,,Ég varði Olivier Giroud því enginn klúðrar færum af ásetningi," sagði Wenger. ,,Það klúðra allir færum og þó svo framherjar skori ekki þá eru það enn góðu úrslit ef leikjum lýkur 0-0. Hann verðskuldaði markið sitt í dag."

,,Við vorum einbeittir, það voru allir ákveðnir í að standa sig vel. Það var augljóst að við töpuðum á miðvikudaginn gegn Monaco og það var enn í huga okkar því við vorum rólegir, það skilaði okkur góðum tækifærum og við nældum í góðan sigur í dag."

,,Við fórum frekar varlega, við vildum bara gera okkar og vinna. Ég er virkilega ánægður með hugarfar okkar. Með boltann hefðum við getað gert betur en sigurinn var það sem við einbeittum okkur að í dag. Við urðum bara að vinna því úrslitin eru mikilvæg fyrir það sem eftir er af tímabilinu. Það er jafnt á toppi deildarinnar og þarf að halda stöðugleika."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner