Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 01. apríl 2014 07:00
Magnús Már Einarsson
Skráning í gangi í knattspyrnuskóla Arsenal á Akureyri
Mynd: Arsenalskólinn
Mynd: Knattspyrnuskóli Arsenal
Mynd: KA
Fótboltaskóli Arsenal fer fram í fimmta sinn á KA svæðinu í júní 2014. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. júní og lýkur föstudaginn 20. júní.

Skipulag skólans verður með svipuðu formi og s.l. sumar. Æfingar hefjast klukkan 10 og standa yfir til kl. 15 en um hádegisbil er tekið um klukkustundarlangt matar- og hvíldarhlé. Krakkarnir fá heitan mat í hádeginu alla dagana.

Tilboðsverð í desember 20.900 kr.
Æfingarnar fara fram á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar. Matsalurinn er í Lundarskóla sem er við hliðina á KA svæðinu.

Þessi skóli er ætlaður fyrir krakka í 3., 4., 5., og 6. flokki, þ.e. fædd 1998 til 2005.

Stelpur eru að sjálfsögðu hvattar til að koma til jafns á við strákana. Það má segja Arsenal til hróss að þar er mikið og gott starf í kvennaknattspyrnu og er Arsenal eitt sterkasta félagslið í Evrópu í kvennaboltanum. Þjálfararnir sem voru hér s.l. sumar hrósuðu einmitt stelpunum sem voru í skólanum fyrir getu þeirra í boltanum, sögðu þær vera almennt mun betri en jafnöldrur þeirra annars staðar þar sem þeir hafa þjálfað.

Yfirþálfari skólans og aðalþjálfarar koma frá Arsenal. Þeir sjá um allt skipulag skólans sjálfs hvað knattspyrnuna varðar. Þeim til aðstoðar við æfingarnar eru síðan þjálfarar frá ýmsum íslenskum félögum sem allir hafa mikla og langa reynslu af þjálfun. Auk þess verður sérstök markmannsþjálfun. S.l. sumar voru markmennirnir á sér æfingum fyrir hádegi en fóru síðan eftir hádegi til annarra hópa og æfðu með þeim.

Þetta fyrirkomulag gaf þeim gott tækifæri til að bæta eigin tækni og einnig að vera með hinum krökkunum.

Í sjónvarpinu fyrir ofan er stutt viðtal við Aðalbjörn Hannesson skólastjóra Arsenalskólans á Akureyri.

Skráning fer fram á www.ka-sport.is/arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner