Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. apríl 2015 14:16
Magnús Már Einarsson
Atli Fannar kemst heim frá Tyrklandi á morgun
Atli Fannar Jónsson.
Atli Fannar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Fannar Jónsson, leikmaður Víkings hefur fengið nýtt tímabundið vegabréf í Tyrklandi til að komast heim til Íslands á nýjan leik.

Atli Fannar var með liðsfélögum sínum í æfingaferð í Tyrklandi en þegar kom að heimferð á sunnudaginn reyndist vegabréf hans hafa týnst eftir að það fór í geymslu á hótelinu.

Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, fór til Tyrklands á mánudag til að hjálpa til við að leysa málið og það hefur nú tekist.

,,Ég og Haraldur Haraldsson lentum í Istanbul kl 10 í morgun og hittum ræðismann íslands í tyrklandi og fengum hjá honum nýtt vegabréf sem gildir í 3 mánuði," sagði Atli Fannar á Facebook í dag.

,,Núna erum við komnir á Sheraton Hotel í Istanbul og munum fljúga til oslo í fyrramálið og svo heim til íslands þetta er búið að vera mikið ævintýri en djöfull verðum gott að koma heim!"

Sjá einnig:
Leikmaður Víkings fastur í Tyrklandi
Atli Fannar áfram fastur í Tyrklandi - Kem heim einn daginn
Athugasemdir
banner