mið 01. apríl 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Falcao fullur sjálfstrausts eftir landsleikjahléið
Er fálkinn kominn á flug?
Er fálkinn kominn á flug?
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao, framherji Manchester United, snýr aftur til félagsins fullur sjálfstrausts eftir landsleikjahléið.

Falcao hefur einungis skorað fjögur mörk í 22 leikjum fyrir United en hann skoraði hins vegar þrjú mörk í tveimur landsleikjum með Kólumbíu í landsleikjahléinu.

Lánsmaðurinn frá Monaco skoraði tvö mörk í 6-0 sigri gegn Barein og það þriðja í 3-1 sigri gegn Kúveit.

,,Það er alltaf mikilvægt að skora. Það gefur mér sjálfstraust. Ég var búinn að segja að ég þyrfti mínútur, ég yrði að fá einhverja leiki í röð og með landsliðinu fékk ég það tækifæri," sagði Falcao.

,,Ég gerði mitt besta og ég skoraði og nú sný ég aftur til Manchester með meira sjálfstraust."
Athugasemdir
banner
banner
banner