Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. apríl 2015 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Foreldrar Uvarenko borga leiguna vegna ógoldinna launa
Mynd: worldfootball.net
Maksims Uvarenko, markvörður CSKA Sofia í Búlgaríu, þarf að fá lánaða peninga frá foreldrum sínum til að borga leiguna vegna ógoldinna launa frá félaginu.

CSKA er í slæmum fjárhagsmálum og hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum, en er þrátt fyrir það í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Ludogorets.

Félagið hefur beðið stuðningsmenn um fjárhagsaðstoð til að liðið verði ekki rekið úr efstu deild búlgarska boltans.

,,Ég hef ekki enn fengið laun og þarf að fá lánað frá foreldrum mínum til að borga leigu," sagði Uvarenko, sem gekk til liðs við CSKA í janúar.

CSKA Sofia var Evrópumeistari félagsliða 1967 og 1982 en hefur átt í miklum fjárhagsörðugleikum frá því að Vasil Bozhkov seldi félagið árið 2006.

,,Ég og eiginkona mín eigum von á barni svo við getum ekki leyft okkur að lifa launalaus."
Athugasemdir
banner