Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 01. apríl 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Hazard þreyttur
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard var ósáttur við að vera tekinn af velli eftir 62 mínútur í leik Belgíu og Ísrael í undankeppni EM í gær.

Belgar unnu leikinn 1-0 en Nacher Chadli kom inn á fyrir Hazard eftir 62 mínútur.

Marc Wilmots, þjálfari Belga, sagði eftir leik að Hazard hefði litið þreytulega út.

,,Ég var svolítið hissa á að vera tekinn af velli. Ég var líka frekar óánægður og það sást örugglega á mér," sagði Hazard.

,,Ég spurði þjálfarann út í ástæðuna og hann sagði að ég hefði verið þreyttur. Kannski var ég smá þreyttur. Ég hef spilað fullt af leikjum á þessu tímabili."
Athugasemdir
banner
banner