Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. apríl 2015 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Hiddink ósáttur: Skammarlegt að baula á Iniesta
Iniesta í baráttunni við Luciano Narsingh í leiknum í gær.
Iniesta í baráttunni við Luciano Narsingh í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Hollands, var allt annað en ánægður með eigin stuðningsmenn eftir 2-0 sigur sinna manna gegn Spáni í vináttulandsleik í gærkvöldi.

Hollenskir stuðningsmenn bauluðu á miðjumanninn Andrés Iniesta þegar hann kom inn á sem varamaður á 76. mínútu á Amsterdam ArenA og hélt baulið áfram þegar hann fékk boltann.

Iniesta tryggði Spáni heimsmeistaratitilinn árið 2010 þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri gegn Hollendingum í úrslitaleiknum í Suður-Afríku og eru einhverjir stuðningsmenn greinilega enn hörundsáir. Hiddink segir baulið þó hafa verið til skammar.

,,Þetta er algjörlega til skammar. Hann er heimsklassa leikmaður og frábær manneskja. Fyrst fattaði ég ekki að þessu var beint að honum," sagði Hiddink eftir leik.

,,Var þetta út af markinu sem hann skoraði gegn Hollandi árið 2010? Þetta er með ólíkindum, hann er íþróttamaður. Hvað átti hann eiginlega að gera? Ég bara skil þetta ekki."

Athugasemdir
banner