mið 01. apríl 2015 12:30
Magnús Már Einarsson
Hiddink þreyttur á sögusögnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Hollendinga, er orðinn vel þreyttur á fjölmiðlum þar í landi.

Hollendingar eru fimm stigum á eftir Íslendingum í undankeppni EM og orðrómur hefur verið um að Hiddink sé tæpur á því að missa starfið.

Hiddink svaraði fyrir sig eftir 2-0 sigur Hollendinga á Spánverjum í vináttuleik í gær.

,,Ekki spyrja mig hvort að ég ætli að halda áfram sem þjálfari," sagði Hiddink pirraður eftir leik í gær.

,,Það er engin þung byrði farin af bakinu á mér núna eftir þennan sigur. Ég hef aldrei fundið fyrir pressu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner