Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. apríl 2015 07:55
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Kaupmannahöfn
Hummels og Coentrao hafa áhuga á að fara til Man Utd
Powerade
Mats Hummels er reglulega orðaður við Man Utd.
Mats Hummels er reglulega orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakka dagsins sem er að þessu sinni skrifaður frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn.

Chelsea fylgist grannt með framvindu mála hjá Theo Walcott en þessi 26 ára enski vængmaður hefur ekki skrifað undir nýjan samning við Arsenal. (The Times)

Mats Hummels, varnarmaður Borussia Dortmund, segir að eina félagið sem hann gæti yfirgefið þýsku deildina fyrir sé Manchester United. Þessi 26 ára leikmaður er samningsbundinn Dortmund til 2017 (The Sun)

Hummels notaði Twitter til að blása á þær kjaftasögur að hann hafi gefið loforð um að fara á Old Trafford í sumar. (Daily Telegraph)

Radamel Falcao hefur enn trú á því að hann geti gert góða hluti fyrir Manchester United eftir að hafa skorað þrjú mörk í tveimur vináttulandsleikjum með Kólumbíu. (Daily Star)

Manchester City færist í átt að því að krækja í Kevin De Bruyne, fyrrum leikmann Chelsea, sem hefur spilað afskaplega vel með Wolfsburg í þýsku deildinni. (Daily Mirror)

Hugo Lloris, markvörður Tottenham, gæti yfirgefið White Hart Lane í sumar ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeildina. (The Sun)

Franska stórliðið Paris St-Germain vill fá Llori til að leysa af ítalska markvörðinn Salvatore Sirigu. (Daily Mirror)

Kevin Wimmer, 22 ára varnarmaður sem spilar fyrir Köln, segist tilbúinn að taka draumaskrefið og ganga í raðir Tottenham. Enska félagið hefur þó ekki náð samkomulagi við Þjóðverjana. (Daily Mirror)

Santi Cazorla, miðjumaður Arsenal, hafnar því að hann sé á leið til Atletico Madrid í sumar eins og sögusagnir segja. (El Mundo)

Paulo Dybala, 21 árs leikmaður Palermo, vill helst fara til Arsenal ef hann yfirgefur Ítalíu og reynir sig í ensku úrvalsdeildinni. (Radi Marte)

Arsenal bíður frétta af framtíð Petr Cech en rauðliðar vilja krækja í tékkneska landsliðsmarkvörðinn. (Daily Mail)

Eigandi Southampton segir enga fjárhagslega pressu á að selja hægri bakvörðinn Nathaniel Clyne (23 ára) eða miðjumanninn Morgan Schneiderlin (25). (Daily Telegraph)

Vinstri bakvörðurinn Fabio Coentrao (27) hjá Real Madrid segir að það yrði heiður að ganga í raðir Manchester United. (Daily Telegraph)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, mun gera aðra tilraun til að kaupa Brasilíumanninn Douglas Costa frá Shaktar Donetsk. (Daily Mirror)

Neil Redfearn, stjóri Leeds United, segir framtíðina bjarta og að ungir góðir leikmenn séu að koma upp á Elland Road. (Guardian)

Abou Diaby lék fyrir varalið Arsenal en það er hans fyrsti leikur í langan tíma eftir erfið meiðsli. (Daily Telegraph)

Randy Lerner, eigandi Aston Villa, hefur flogið til Englands í viðræður um að selja félagið. (Daily Mail)

Ben Foster, markvörður West Brom, segir að markmannsstaðan sé í öruggum höndum hjá varamarkverðinum Boaz Myhill. Foster er meiddur og leikur ekki á næstunni. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner