Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. apríl 2015 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Lesið í nýjustu Twitter-færslu Sterling - ,,Born A Champion"
Raheem Sterling í leik með Liverpool
Raheem Sterling í leik með Liverpool
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Liverpool á Englandi, er ekki vinsælasti maður liðsins í augnablikinu en samningaviðræður milli hans og félagsins virðast vera að sigla í strand og samkvæmt slúðurmiðlunum þá freistar hann þess að Real Madrid beri víurnar í hann.

Sterling, sem er 20 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá QPR árið 2010 og spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir félagið tveimur árum síðar.

Hann hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin tvö ár og hefur áhugi stórliða aukist en samningur hans rennur út eftir tvö ár. Samningaviðræður hafa verið í gangi milli hans og Liverpool en hafa gengið afar illa.

Hann hefur nú ákveðið að geyma viðræður við félagið þangað til eftir tímabilið en það hefur vakið ansi mikla athygli. Félagið ætlar þó ekki að selja hann þó svo hann hafni því að gera nýjan samning.

Sterling birti í gærkvöldi áhugaverða færslu á Twitter en þar deilir hann lagi Chipmunk og Chris Brown sem nefnist Champion. Hægt er að lesa ýmislegt úr textanum en þar eru ansi áhugaverðar línur sem gætu gefið til kynna að hann sé að fara frá félaginu.

,,Þú verður að græða aðeins meira, ekki láta það nægja sem þú hefur. Farðu alla leið, það fá ekki allir annað tækifæri á að græða pening," segir meðal annars í textanum.

Ef marka má textann þá virðist Sterling vera að impra á því að hann getur afrekað allt ef viljinn er fyrir hendi. Þá kemur einnig fram í erindi Chipmunk að þetta sé einungis hann að trúa á sjálfan sig, þar sem aðrir gera það ekki.

Aðrar vísbendingar eru í textanum þar sem komið er inná slæmar skoðanir í garð hans en í laginu syngur Chipmunk einnig um að maður eigi að reyna sitt besta til þess upplifa drauma sína þó svo að það verði ekki auðvelt að ná þeim markmiðum.



Athugasemdir
banner
banner
banner