Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. apríl 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
McLeish ætlar að hætta með Genk eftir tímabilið
McLeish ætlar ekki að stoppa lengi í Belgíu.
McLeish ætlar ekki að stoppa lengi í Belgíu.
Mynd: Getty Images
Alex McLeish, fyrrum landsliðsþjálfari Skotlands, ætlar að hætta sem þjálfari KRC Genk í Belgíu eftir tímabilið.

McLeish, sem einnig hefur stýrt Rangers, Aston Villa og Birmingham, tók við belgíska félaginu í ágúst síðastliðnum en ætlar einungis að taka eitt tímabil þar.

,,Ég skrifaði undir eins árs samning og ætlaði alltaf að taka stöðuna eftir það. Ég ætla að fara eitthvert annað," sagði McLeish.

,,Félagið er að gera breytingar, þeir eru að innleiða nýja hugmyndafræði. Ég hef virkilega notið tíma míns hérna og hef enduruppgötvað mig sem þjálfara. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt."

Athugasemdir
banner
banner