Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. apríl 2015 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: 101gg 
Merson svarar Townsend: Þarf ekki að verja sjálfan mig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og knattspyrnusérfræðingur hjá Sky Sports, gagnrýndi það að Andros Townsend, leikmaður Tottenham, hafi verið valinn í enska landsliðið fyrir leikina gegn Litháen og Ítalíu.

Townsend skoraði jöfnunarmark leiksins gegn Ítalíu og svaraði gagnrýni Merson að leik loknum.

,,Þetta snýst allt um skoðanir, og mín skoðun er sú að Roy Hodgson hefði ekki átt að velja hann í liðið eftir að hafa séð hann spila í hálftíma gegn Manchester United," sagði Merson.

,,Ég vinn við það að láta mína skoðun í ljós og stundum skjátlast mér, og stundum hef ég rétt fyrir mér. Þegar ég hef rangt fyrir mér þá viðurkenni ég það án vandræða, ég mun alltaf viðurkenna eigin mistök."

Merson hrósaði Townsend fyrir frammistöðu sína með enska landsliðinu gegn Ítalíu þar sem hann skoraði jöfnunarmarkið og er kominn með 3 mörk í 7 landsleikjum.

,,Það er ekki eins og ég hafi verið að horfa á leikinn og vonað að hann myndi ekki skora. Ég er innilega ánægður fyrir hans hönd og þetta var frábært mark sem hann skoraði.

,,Mér líður ekki eins og ég þurfi að verja sjálfan mig, ég vinn við að tjá skoðanir mínar. Ég er bara ánægður með að fólk taki eftir því sem ég segi!"


Townsend hefur verið í aukahlutverki hjá Tottenham á tímabilinu þar sem hann er notaður sem varaskeifa.
Athugasemdir
banner
banner
banner