Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. apríl 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Roma án Gervinho næstu vikurnar
Gervinho meiddist í dag.
Gervinho meiddist í dag.
Mynd: AFP/Getty
Roma verður án sóknarmannsins Gervinho næstu þrjár vikurnar eða svo eftir að hann meiddist í 1-1 jafntefli Fílabeinsstrandarinnar gegn Miðbaugs Gíneu.

Gervinho var tekinn af velli rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í Abidjan og gæti misst af næstu þremur leikjum Roma.

Roma er úr leik í titilbaráttunni á Ítalíu en gæti misst annað sætið til erkifjendanna í Lazio. Liðið hefur einungis unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni.

Gervinho hefur staðið sig mjög vel með Roma eftir að hann kom til ítalska liðsins frá Arsenal, þar sem honum tókst aldrei að slá í gegn.
Athugasemdir
banner