Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. apríl 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Ross Barkley vill spila fyrir aftan framherjann
Ross Barkley vill fara framar á völlinn.
Ross Barkley vill fara framar á völlinn.
Mynd: Getty Images
Ross Barkley, miðjumaður Everton, segir að hann myndi nýtast mun betur ef hann fengi að spila framar á vellinum.

Þessi 21 árs gamli enski landsliðsmaður þykir vera með efnilegri knattspyrnumönnum Englands, en hann segist þó ekki vera að sýna sínar bestu hliðar á miðri miðjunni.

,,Ég er bestur fyrir aftan framherjann. Mér finnst ég hafa mest áhrif þar því þá er ég frjáls til að hreyfa mig um völlinn, taka leikmenn á, taka skot og skapa færi," sagði Barkley.

,,Ég hef ekki gert jafn vel og ég veit að ég get, en svona hlutir gerast. Maður verður að ganga í gegnum erfiða daga til að upplifa frábæru dagana á ferlinum. Þetta er allt saman hluti af lærdómnum."

Athugasemdir
banner
banner
banner