Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2016 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgunarbikarinn: Vestri og Hamar með sigra
Vestri átti ekki í miklum vandræðum með KH
Vestri átti ekki í miklum vandræðum með KH
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Liam Killa skoraði sigurmark Hamars
Liam Killa skoraði sigurmark Hamars
Mynd: Hamar
Vestri og Hamar eru komin áfram í næstu umferð Borgunarbikars karla eftir sigra í dag.

Vestri fékk KH í heimsókn á Ísafjörð, en Vestri mun leika í 2. deild á þessu tímabili eftir fall úr 1. deild á síðasta tímabili. KH leikur í 4. deild.

Því bjuggust flestir við þægilegum sigri Vestra, en Hjalti Hermann Gíslason náði forystunni fyrir heimamenn um miðjan fyrri hálfleikinn.

Tíu mínútum síðar bætti Hjalti við öðru marki Vestra og öðru marki sínu og staðan var 2-0 í hálfleik.

Hinn efnilegi Viktor Júlíusson skoraði þriðja mark Vestra á 54. mínútu og undir lokin skoraði Sergine Modou Fall fjórða og síðasta mark leiksins.

4-0 sigur Vestra staðreynd og þeir fara því áfram í næstu umferð, en í hinum leiknum á milli Vatnalilja og Hamars þurfti að framlengja.

Reynir Örn Harðarsson kom Vatnaliljum yfir í upphafi leiks, en eftir hálftíma leik jafnaði Páll Pálmason fyrir Hamar.

Því þurfti að framlengja, en í framlenginguni var það Liam Killa sem var hetjan fyrir gestina úr Hveragerði og lokastaðan 2-1 fyrir Hamar.

Ásgeir Harðarsson, leikmaður Vatnalilja og Tómas Aron Tómasson, leikmaður Hamars, fengu báðir sitt annað gula spjald í lok framlenginarinnar og þar með rautt, en það kom ekki að sök og Hamar fer áfram í næstu umferð líkt og Vestri.

Vestri 4 - 0 KH
1-0 Hjalti Hermann Gíslason ('26 )
2-0 Hjalti Hermann Gíslason ('36 )
3-0 Viktor Júlíusson ('54 )
4-0 Sergine Modou Fall ('82 )

Vatnaliljur 1 - 2 Hamar (Eftir framlengingu)
1-0 Reynir Örn Harðarsson ('7 )
1-1 Páll Pálmason ('30 )
1-2 Liam Killa ('113 )
Rautt spjald: Ásgeir Harðarsson, Vatnaliljur ('120 ), Tómas Aron Tómasson, Hamar ('120 )

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner