Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 01. maí 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Tekur Leicester titilinn á Old Trafford?
Leicester getur tryggt sér titilinn í dag
Leicester getur tryggt sér titilinn í dag
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Leicester City gæti fullkomnað tímabil sitt á Old Trafford í dag.

Fyrsti leikur dagsins er þó á Liberty Stadium í Wales, en þar mætast heimamenn í Swansea og Liverpool. Swansea getur með sigri bjargað sér endanlega frá falli á meðan Liverpool er í baráttu um efstu sjö sætin.

Það verður hins vegar líklega meiri spenna þegar Manchester United fær Leicester í heimsókn, en Leicester getur með sigri tryggt sér titilinn.

Leicester þarf aðeins þrjú stig úr þremur síðustu leikjum sínum til að tryggja sér titilinn og getur því gert það þessa helgi, næstu á heimavelli gegn Everton eða þar næstu á Stamford Bridge.

Lokaleikur dagsins er svo leikur Southampton og Manchester City og því má ekki gleyma að þessi lið eru í harðri baráttu um sæti í Evrópu á næsta tímabili. City um sæti í Meistaradeild og Southampton í Evrópudeild.

Leikir dagsins:

11:00 Swansea - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)
13:05 Man Utd - Leicester (Stöð 2 Sport 2)
15:30 Southampton - Man City (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner