sun 01. maí 2016 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Southampton upp í sjöunda sætið
Mane skoraði þrennu
Mane skoraði þrennu
Mynd: Getty Images
Southampton 4 - 2 Manchester City
1-0 Shane Long ('25 )
2-0 Sadio Mane ('28 )
2-1 Kelechi Iheanacho ('44 )
3-1 Sadio Mane ('57 )
4-1 Sadio Mane ('68 )
4-2 Kelechi Iheanacho ('78 )

Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka, en í leiknum áttust við lið Southampton og Manchester City.

Southampton er í harðri baráttu um sæti í Evrópudeildinni á meðan Manchester City er í baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Southampton byrjaði betur og um miðjan fyrri hálfleikinn skoraði liðið tvisvar með stuttu millibili, en mörkin skoruðu Shane Long og Sadio Mane.

Hinn efnilegi Kelechi Iheanacho minnkaði muninn fyrir City undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var því 2-1 fyrir Southampton.

Sadio Mane var öflugur í seinni hálfleik, en hann skoraði á 57. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna stuttu síðar og staðan orðin 4-1 fyrir Southampton.

Iheanacho skoraði aftur fyrir City á 78. mínútu, en það var ekki nóg og 4-2 sigur Southampton staðreynd.

Southampton fer því upp fyrir Liverpool í sjöunda sæti deildarinnar, en Manchester City er áfram í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan nágrönnum sínum í United.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner