Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2016 08:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Jackson Martinez til AC Milan sem gjöf?
Jackson Martinez gæti verið á leið aftur til Evrópu
Jackson Martinez gæti verið á leið aftur til Evrópu
Mynd: Getty Images
Peningarnir í kínverska fótboltanum eru ógurlegir, en leikmenn eins og Jackson Martinez, Gervinho og Ezequiel Lavezzi hafa yfirgefið félög sín í Evrópu til þess að fara til Kína og spila fyrir ótrúlegar upphæðir.

Kínverski fótboltinn gæti nú einnig verið að leiða ramma sína til Evrópu, en Jack Ma, ríkasti maður Kína, hyggst kaupa AC Milan.

Ýmsar skemmtilegar sögur hafa komið upp í kjölfarið á þessum tíðindum, en sú skemmtilegasta hlýtur að vera sú að Jackson Martinez muni fara til AC Milan sem frí gjöf.

Það muni hjálpa kaupunum samkvæmt Corriere dello Sport, en Martinez varð dýrasti leikmaður í sögu kínverska fótboltans þegar Guangzhou Evergrande keypti hann frá Atletico Madrid fyrir 42 milljónir evra.

Martinez hefur farið ágætlega af stað í Kína og hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum með Evergrande hingað til.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner