Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Carpi heimsækir nýkringdu meistaranna
Carpi kemst í góða stöðu, vinni liðið Juventus
Carpi kemst í góða stöðu, vinni liðið Juventus
Mynd: Getty Images
Sunnudagarnir eru alltaf skemmtilegastir í ítalska boltanum, en í dag fara fram sex skemmtilegir leikir.

Dagurinn hefst klukkan 10:30 þegar fallbaráttulið Carpi heimsækir nýkringda meistara Juventus. Carpi gæti komist í þægilega stöðu með sigri, en liðið er í fallbaráttu ásamt Palermo og Frosinone sem eiga leiki við Sampdoria og Milan.

Þeir leikir hefjast klukkkan 13:00 ásamt leik Sassuolo og Verona, en lið Verona er fallið niður í Seríu B.

Lazio fær síðan Inter í heimsókn í lokaleik dagsins, en Lazio siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar á meðan Inter getur tryggt sæti sitt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með sigri.

Leikir dagsins:

10:30 Juventus - Carpi (Stöð 2 Sport 3)
13:00 Milan - Frosinone (Stöð 2 Sport 3)
13:00 Palermo - Sampdoria
13:00 Sassuolo - Verona
13:00 Empoli - Bologna
18:45 Lazio - Inter (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner