Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2016 10:46
Hafliði Breiðfjörð
Íþróttadagur í Eyjum: Frítt á völlinn hjá ÍBV í dag
Það er frítt á völlinn í Vestmannaeyjum í dag.
Það er frítt á völlinn í Vestmannaeyjum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin byrjar að rúlla í dag með fjórum leikjum og í Vestmannaeyjum verður sannkallaður íþróttadagur þar sem handboltalið félagsins tekur á móti Haukum í úrslitakeppninni klukkan 15:00 og stóra stundin verður svo klukkan 17:00 þegar fótboltinn byrjar að rúlla og Skagamenn koma í heimsókn.

Það verður því blásið til hátíðar hjá eyjamönnum og stóru tíðindin eru þau að ÍBV hefur í samstarfi við styrktaraðila sína ákveðið að bjóða frítt á völlinn.

Þá verður boðið upp á grillaðar pylsur fyrir handboltaleikinn og pizzur frá 900 grillhúsi í hálfleik í leik ÍBV og ÍA.

Í tilkynningu frá ÍBV þakkar félagið þessum fyrirtækjum fyrir veittan stuðning: Vélaverkstæðið Þór, Eyjablikk, Ós – Þórunn Sveinssdóttir VE 400, Geisli, Skipalyftan, VSV, Glófaxi VE 300, Bergur VE 44, Godthaab og Bylgjan VE 75.
Athugasemdir
banner
banner