Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Óli Jó: Einhverjir að reyna að bjóða í derhúfuna
Ólafur með derúfuna í leik í fyrra.
Ólafur með derúfuna í leik í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, vakti athygli í fyrra þegar hann var með 10/11 derhúfu á hliðarlínunni í leikjum.

10/11 er styrktaraðili hjá Val og Ólafur býst við að vera áfram með derhúfuna í sumar.

„Ég tel það líklegt. Það eru einhverjir að reyna að bjóða í hana, en þetta er allt í vinnslu," sagði Ólafur í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

Valsmenn fá Fjölni í heimsókn í 1. umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 19:15 í kvöld.

Í dag
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

Á morgun
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner