Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 01. maí 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepe: Zidane getur orðið einn sá besti
Zidane er vinsæll hjá Pepe
Zidane er vinsæll hjá Pepe
Mynd: Getty Images
Pepe, varnarmaður Real Madrid, segir að Zinedine Zidane, stjóri liðsins, hafi það sem til þarf til þess að vera einn besti þjálfari í heimi.

Real er í augnablikinu í þriðja sæti deildarinnar á Spáni, einu stigi frá toppsætinu, en Real vann 1-0 sigur á Real Sociedad í gær.

Zidane tók við Real Madrid af Rafa Benitez í janúar og hefur liðið unnið 17 af 22 leikjum undir stjórn Zidane. Margir hafa gagnrýnt Zidane, en Pepe er ánægður með stjórann.

„Hann er þjálfari sem leggur hart að sér, hann er mjög agaður og leikmenn vita hverjar hugmyndir hans eru,“ sagði Pepe um Zidane.

„Ég held að hann gæti verið þjálfari Real Madrid í mörg ár.“

„Hann elskar fótbolta og lifir fyrir hann. Hann er með mikla þekkingu á fótbolta og framtíðin hjá honum í þjálfun er björt.“

„Hann gæti klárlega orðið einn besti knattspyrnustjóri í heimi.“

Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 24 15 5 4 44 20 +24 50
2 FK Krasnodar 24 13 7 4 38 23 +15 46
3 Dinamo 24 11 8 5 40 32 +8 41
4 Lokomotiv 24 9 11 4 39 32 +7 38
5 Spartak 24 11 5 8 34 29 +5 38
6 CSKA 24 9 10 5 44 33 +11 37
7 Kr. Sovetov 24 10 6 8 42 35 +7 36
8 Rostov 24 9 7 8 36 38 -2 34
9 Rubin 24 9 6 9 21 30 -9 33
10 Nizhnyi Novgorod 24 8 4 12 22 30 -8 28
11 Orenburg 24 6 8 10 27 31 -4 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 24 6 6 12 24 38 -14 24
14 Baltica 24 6 5 13 23 28 -5 23
15 Akhmat Groznyi 24 6 5 13 23 37 -14 23
16 Sochi 24 4 7 13 26 39 -13 19
Athugasemdir
banner
banner