Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. maí 2016 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: FH byrjar á sigri gegn Þrótti R.
Úr leiknum í dag
Úr leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 3 FH
0-1 Steven Lennon ('36 )
0-2 Atli Viðar Björnsson ('85 )
0-3 Atli Guðnason ('87 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Fyrsta leik sumarsins í Pepsi-deild karla var að ljúka, en FH-ingar fóru í heimsókn til nýliða Þróttar.

Flestir spá nýliðum Þróttar falli, en þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti. Það var þó FH sem náði forystunni þegar Steven Lennon skoraði eftir laglega sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en í seinni hálfleik kom Atli Viðar Björnsson inn á fyrir markaskorarann Steven Lennon. Atli Viðar var ekki búinn að vera lengi inn á vellinum þegar hann skoraði annað mark FH.

Það var svo annar varamaður Kristján Flóki Finnbogason sem átti góða sendingu á Atla Guðnason sem skoraði þriða og síðasta mark FH.

3-0 sigur FH staðreynd í fyrsta leik, en Þróttarar eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Viðtöl og skýrsla koma inn síðar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner