Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 01. maí 2016 16:07
Arnar Geir Halldórsson
Rooney: Verður erfitt að ná topp fjórum
Rooney í baráttunni í dag
Rooney í baráttunni í dag
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Man Utd, var svekktur eftir 1-1 jafnteflið gegn Leicester á Old Trafford í dag.

Man Utd vonast eftir að ná fjórða sætinu sem gefur keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu en Rooney viðurkennir að útlitið sé ekki gott.

„Við vorum betra liðið og verðskulduðum að vinna að mínu mati. Nú verður erfitt að ná topp fjórum. Við þurfum að treysta á önnur lið og gjöra svo vel að vinna okkar leiki."

„Leicester hefur gert öðrum liðum erfitt um vik í allan vetur en við fengum fleiri og betri færi í dag. Við erum svekktir að hafa ekki unnið þennan leik. Það er áfall en við þurfum að halda áfram,"
sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner