Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. maí 2016 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Ragnar stóð vaktina í þægilegum sigri gegn Anzhi
Ragnar og félagar hans í Krasnodar héldu hreinu
Ragnar og félagar hans í Krasnodar héldu hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Krasnodar 3 - 0 Anzhi
1-0 Fyodor Smolov ('51 )
2-0 Fyodor Smolov ('72 )
3-0 Pavel Mamaev ('81 )

Landsliðsmaðurinn öflugi Ragnar Sigurðsson var að venju í byrjunarliði Krasnodar er liðið fékk Anzhi í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Knattspyrnuáhugamenn kannast kannski eitthvað við lið Anzhi, en liðið fékk á sínum tíma leikmenn eins og Samuel Eto'o og Roberto Carlos til sín. Stjörnur liðsins eru þó flestar farnar frá félaginu og situr liðið nú á botni rússnensku deildarinnar.

Ekkert mark var skoraði í fyrri hálfleiknum, en þegar sex mínútur voru búnar af þeim seinni skoraði Fyodor Smolov og kom Krasnodar yfir.

Smolov var aftur á ferðinni á 72. mínútu og Pavel Mamaev bætt við þriðja markinu áður en yfir lauk. Þar við sat og 3-0 sigur Krasnodar staðreynd.

Ragnar átti góðan leik í vörninni hjá Krasnodar, en liðið er með 49 stig í öðru sæti deildarinnar þegar 26 umferðir eru búnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner