banner
   sun 01. maí 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw stefnir á að ná síðustu leikjum tímabilsins
Shaw meiddist illa gegn PSV í október
Shaw meiddist illa gegn PSV í október
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, leikmaður Manchester United, vonast til þess að koma við sögu í síðustu leikjum tímabilsins, en hann hefur verið frá síðan í október.

Hinn tvítugi Shaw hóf að æfa á ný í apríl eftir að hafa fótbrotnað gegn PSV í Meistaradeildinni í október á síðasta ári.

Louis van Gaal, stjóri United, sagðist vera mjög ánægður með árangur Shaw í endurhæfingunni, en leikmaðurinn vonast til þess að koma við sögu í síðustu leikjum tímabilsins.

„Ég er byrjaður að æfa úti, þótt ég sé reyndar alltaf með sjúkraþjálfarann mér við hlið. Það er góður stígandi í þessu hjá mér og þetta er allt að koma,“ sagði Shaw við MUTV.

„Í augnablikinu, þá líður mér alltaf vel í fótleggnum þegar ég fer út. Ég fann aðeins til í byrjun, en það er allt farið núna. Nú verð ég að leggja hart að mér og vonandi get ég séð stuðningsmennina áður en tímabilinu lýkur.“
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner