Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. maí 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Gunni Borgþórs: Þurfum að breyta jafnteflum yfir í sigra
Gunni Borgþórs tók við Selfyssingum á miðju sumri 2015.
Gunni Borgþórs tók við Selfyssingum á miðju sumri 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta kemur mér aðeins á óvart, en skemmtilega á óvart," segir Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Selfyssinga en liðinu er spáð 5. sæti í Inkasso-deildinni í sumar í spá fyrirliða og þjálfara.

„Okkur var spáð falli á einhverjum miðlum í fyrra og neðarlega annarsstaðar. Okkur hefur hinsvegar gengið ágætlega í vetur og hópurinn er þéttur, skemmtilegur og leggur gríðarlega mikið á sig þó svo að hann sé lítill."

Selfyssingar enduðu í 8. sæti í fyrra en hvað þurfa þeir að gera til að ná lengra í sumar?

„Við þurfum fyrst og fremst að halda áfram að vinna saman, liðsheildin og hugarfarið hefur verið eitt af okkar sterkustu vopnum."

„Við gerðum mikið af jafnteflum í fyrra og töpuðum stigum að óþarfa í nokkrum leikjum. Við töpuðum fáum leikjum í fyrra og þurfum að halda því þannig en breyta jafnteflunum yfir í sigra,"
segir Gunnar en getur liðið blandað sér í baráttu um sæti í Pepsi-deildinni. „Já á góðum dögum getum við það eins og flest liðin í deildinni."

Gunnar sér þrjú lið helst fyrir sér í toppbaráttunnni í sumar.

„Fylkir, Keflavík og Þróttur eru líklegustu liðin til að berjast um toppsætið eins og þetta lítur út fyrir mér. Búið er að styrkja hópana mikið og reynslan er til staðar þarna."

„Pressan er eflaust mest á Fylki og Keflavík miðað við leikmannahópana enda tvö mjög vel mönnuð lið sem hljóta bæði að setja stefnuna upp."


Litlar breytingar hafa orðið á Selfossi í vetur og hópurinn er nokkuð svipaður og í fyrra.

„Við erum mjög ánægðir með hópinn, við höfum tekið töluvert af strákum úr 2. flokki upp í æfingahóp og sumir þeirra hafa spilað mikið í vetur og allir staðið sig vel. Nokkra lánuðum við yfir í Árborg til að gefa þeim enn meiri reynslu í meistaraflokks fótbolta. Þeir leikmenn sem hafa komið inn í hópinn eru allir mjög sterkir leikmenn og frábærir karakterar og falla vel inn í hugmyndafræðina okkar og inn í samfélagið," sagði Gunnar sem reiknar ekki með frekari liðsstyrk fyrir mót.
Athugasemdir
banner
banner
banner