Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. júní 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Vináttulandsleikur í dag - Næstsíðasti leikurinn fyrir EM
Icelandair
Lars Lagerback fylgist með liðinu við æfingar í Noregi
Lars Lagerback fylgist með liðinu við æfingar í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið hefur síðustu rúmu viku hafið undirbúning fyrir stóu stundina á EM í Frakklandi. Fámennt en góðmennt landslið hefur verið við æfingar hér heima á meðan aðrir leikmenn hafa verið með félagsliðum sínum.

Nú er landsliðið hins vegar allt komið saman í Noregi þar sem þeir hafa æft síðustu daga og munu þeir nú leika við heimamenn á þjóðarleikvangi þeirra, Ulleval.

Margir Íslendingar eiga góðar minningar þaðan en liðið tryggði sér sæti í umspilinu fyrir HM í Brasilíu með að gera 1-1 jafntefli gegn Norðmönnum á sama velli.

Þetta er næstsíðasti leikur liðsins fyrir fyrsta leik EM en liðið leikur gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli 6. júní.

A landslið karla vináttuleikir 2016
17:45 Noregur-Ísland (Ullevål)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner