Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   fös 01. júní 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Brede Hangeland: Mikil virðing borin fyrir Íslandi í Noregi
Icelandair
Brede Hangeland í leik á Laugardalsvelli árið 2012.
Brede Hangeland í leik á Laugardalsvelli árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson og Hangeland í baráttunni.
Gylfi Þór Sigurðsson og Hangeland í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brede Hangeland, fyrrum varnarmaður Fulham og norska landsliðsins, lýsir leik Íslands og Noregs í norska sjónvarpinu annað kvöld. Hinn 36 ára gamli Hangeland lagði skóna á hilluna árið 2016 og hefur síðan þá starfað við lýsingar í Noregi fyrir TV2.

„Það eru tvö mjög svipuð lið að mætast á morgun. Lars Lagerback er með sinn stimpil á báðum liðum og þau spila á svipaðan hátt. Ísland er á leið á HM en Noregur ekki en vegna meiðsla (Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þór Sigurðsson) held ég að liðin séu svipuð að styrkleika. Ég býst við jöfnum baráttuleik sem verður skemmtilegt að horfa á," sagði Hangeland þegar hann settist niður í spjall með Fótbolta.net á Grand Hotel í dag.

„Ég er mjög hrifinn af því sem hefur gerst hér (á Íslandi) undanfarin ár. Þetta er lið þar sem allir leggja hart að sér fyrir liðið en ekki sjálfan sig. Það er rétta leiðin til að spila fótbolta. Ísland er alls ekki sigustranglegasta liðið á HM en með þetta hugarfar og þennan leikstíl er hægt að vinna sterkari lið eins og þeir sýndu fyrir tveimur árum. Það verður spennandi að sjá þetta."

Ísland er í D-riðli á HM í sumar með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Heldur Hangeland að Ísland fari áfram í 16-liða úrslitin?

„Ég held ekki en ég bjóst heldur ekki við því í Frakklandi. Þetta veltur mikið á því hvort Gylfi Sigurðsson verði heill, hann er mikilvægur leikmaður. Ísland þarf að spila sinn besta leik og hafa smá heppni með sér í liði. Þá veit maður aldrei."

Hangeland mætti íslenska liðinu í undankeppni HM 2010 og EM 2012. Hver er hans uppáhalds leikmaður í liðinu?

„Það hlýtur að vera Sigurðsson, er það ekki? Ég hef spilað oft gegn honum og hann er öflugur leikmaður. Hann er stjarnan en hann hleypur til baka og leggur hart að sér. Hann er ósérhlífinn. Allir íslenskir leikmenn eru þannig og í Noregi er borin mikil virðing fyrir liðinu hjá Íslandi og leikmönnunum. Vonandi getum við gert eitthvað svipað með landsliðið okkar," sagði hinn geðþekki Hangeland.

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvelli klukkan 20:00 annað kvöld en miðasalan fer fram á midi.is.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner