
„Á liðsfundinum í kvöld segi ég að við séum að spila gegn spegli," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag, fyrir leikinn gegn Noregi annað kvöld.
Lars Lagerback þjálfar Norðmenn og hann þekkir íslenska liðið inn og út.
Lars Lagerback þjálfar Norðmenn og hann þekkir íslenska liðið inn og út.
„Við þurfum að stíga upp og aðlagast því í leiknum á morgun. Við vitum allt sem Noregur ætlar að gera og þeir vita líklega allt sem við ætlum að gera."
„Við erum að undirbúa okkur undir HM á meðan Noregur er á leið í sumarfrí. Við þurfum að sýna það. Við erum að spila fyrir framan stuðningsmenn okkar og ef við erum ekki meira mótíveraðir en Noregur þá er eitthvað mikið að í hópnum okkur. Bæði lið eru að reyna að gera sömu hluti en við ættum að vera mótíveraðri og með meiri kraft."
Ætlar að hitta Lars í dag
Heimir ætlar að hitta Lars yfir kaffibolla í dag en þeir störfuðu saman í fjögur ár með íslenska landsliðið.
„Hann er bæði náin og góður vinur. Hann er líka mentor minn sem þjálfari í landsliði. Það er öðruvísi að þjálfa landslið og ég hefði enga reynslu í því áður. Ég átti fjögur frábær ár með honum sem mentor og vinur," sagði Heimir.
VIlja jafna leikform leikmanna
Heimir segir að leikmenn sem þurfi leikform spili meira í vináttuleikjunum gegn Noregi og Gana en aðrir.
„Við ætlum að nota leikinn til að undirbúa okkur fyrir þá leiki sem við erum að fara í, í Rússlandi. Við viljum líka jafna leikform leikmanna. Sumir er að koma beint úr leikjum á Norðurlöndunum og þurfa ekki á leikjum að halda á meðan það er mánuður síðan sumir spiluðu sinn síðasta leik. Við ætlum líka að jafna leikform leikmanna og hafa alla 100% klára í Rússlandi," sagði Heimir.
Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir