Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júlí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Arsenal íhugar að kaupa Vargas á 11 milljónir
Mynd: Getty Images
Napoli er í viðræðum við Arsenal um söluna á Eduardo Vargas til Arsenal. Vargas er samherji Alexis Sanchez hjá Síle þar sem hann hefur gert 22 mörk í 45 landsleikjum.

Vargas getur spilað sem sóknarmaður, sóknartengiliður og kantmaður og kemur með hæstu meðmæli frá Alexis Sanchez, stórstjörnu Arsenal.

Vargas var á láni hjá QPR á síðasta tímabili en gat ekki forðað félaginu frá falli. Hann hefur lítið fengið að spila hjá Napoli og er líklegt að hann muni koma til með að kosta 11.3 milljónir punda.

„Það gerist alltaf í kringum landsleiki á hverju ári að fólk spyr mig um hvort Vargas sé laus," sagði Cristian Ogalde, umboðsmaður Vargas, við Radio Kiss Kiss.

„Hann hefur skorað mikið með landsliðinu og er markahæstur í Suður-Ameríku bikarnum. Ég býst við að mörg félög muni reyna að fá hann til sín í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner