Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 01. júlí 2015 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
BBC: Pearson ekki rekinn vegna knattspyrnutengdra mála
Pearson komst reglulega í fjölmiðla á síðasta tímabili. Hérna hélt hann James McArthur, leikmanni Crystal Palace, er liðin mættust í vetur.
Pearson komst reglulega í fjölmiðla á síðasta tímabili. Hérna hélt hann James McArthur, leikmanni Crystal Palace, er liðin mættust í vetur.
Mynd: Getty Images
BBC heldur því fram að Nigel Pearson hafi ekki verið rekinn frá Leicester City vegna knattspyrnutengdra mála.

Pat Murphy, fréttamaður hjá BBC, rannsakaði málið og er búinn að komast að því að taílenskir eigendur Leicester hafi verið ósáttir með stjórann og þess vegna sé búið að reka hann.

Nigel á son sem heitir James Pearson. James var í liði Leicester sem tók þátt í æfingaferð um Taíland til að kynna liðið fyrir Taílendingum og safna stuðningsmönnum í heimalandi eigenda félagsins.

Það fór ekki betur en svo í æfingaferðinni að James og ungir liðsfélagar hans tóku sig upp á myndband meðan þeir stunduðu kynlíf með vændiskonum.

„Það leikur enginn vafi á því að ímynd og orðspor félagsins hlaut mikinn skaða vegna framkomu James, sonar stjórans, og vina hans í góðvildarferðalaginu um Taíland," sagði Murphy.

Það er enn ekki ljóst hvað varð nákvæmlega til þess að Pearson hafi verið rekinn, eina sem er vitað er að ástæðan er ekki knattspyrnutengd.
Athugasemdir
banner
banner
banner