Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. júlí 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Benteke vill Liverpool frekar en Tottenham
Powerade
Christian Benteke.
Christian Benteke.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marek Hamsik er á óskalista Manchester City.
Marek Hamsik er á óskalista Manchester City.
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugginn á Englandi opnaði á miðnætti og öll félagaskipti geta nú formlega gengið í gegn. Ensku blöðin eru með nóg af kjaftasögum í dag.



Manchester United ætlar bara að hækka tilboð sitt í Sergio Ramos upp í 30 milljónir punda ef spænska félagið samykkir að gera slíkt hið sama við David De Gea. (Mirror)

Paqui Garcia, móðir Ramos, segir að sonur hennar vilji vera áfram hjá Real. (Antena 3)

Crystal Palace er í viðræðum við PSG um kaup á Yohan Cabaye. (Guardian)

Stoke ætlar að kaupa Emmanuel Agyemang-Badu miðjumann Udinese á 4,4 milljónir punda. (Daily Star)

Asmir Begovic, markvörður Stoke, er á leið til Chelsea. (Mirror)

Manchester City vill fá Kevin De Bruyne og Paul Pogba en óvíst er hvort að það takist. (Daily Telegraph)

Manchester City ætlar þess vegna að snúa sér að Marek Hamsik og kaupa hann frá Napoli á 20 milljónir punda. (Sun)

City ætlar að fá Pep Guardiola til að taka við af Manuel Pellegrini næsta sumar. Pellegrini vonast hins vegar til að fá lengri samning. (Daily Star)

Aston Villa vill fá miðjumanninn Esteban Cambiasso en samningur hans hjá Leicester var að renna út. (Sun)

Newcastle þarf að borga meira en níu milljónir punda fyrir Bas Dost framherja Wolfsburg. (Newcastle Chronicle)

Aðrar fréttir segja að Wolfsburg vilji 30 milljónir punda fyrir Dost. (Daily Express)

Christian Benteke, framherji Aston Villa, ætlar að hafna Tottenham en hann vill frekar fara til Liverpool. (London Evening Standard)

Chelsea mun ganga formlega frá lánssamningi við Radamel Falcao í vikunni. (London Evening Standard)

Arda Turan, miðjumaður Atletico Madrid, mun tilkynna næsta áfangastað sinn á föstudag en hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United. (Manchester Evening News)

Crystal Palace, West Ham og Marseille eru að berjast um Idrissa Gueye miðjumann Lille. (Daily Mail)

Rickie Lambert, framherji Liverpool, er á óskalista WBA, QPR og Bournemouth. (Liverpool Echo)

Sammy Ameobi er að gera nýjan samning við Newcastle en hann fer síðan beint til Wolves á láni. (ESPN)

WBA er að kaupa kantmanninn Matty Phillips frá QPR. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner