mið 01. júlí 2015 17:30
Elvar Geir Magnússon
Clyne: Get ekki beðið eftir að byrja
Clyne við merki Liverpool.
Clyne við merki Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Ég er í skýjunum. Þetta eru draumafélagaskipti fyrir mig, að koma í svona stórt félag með svona merkilega sögu. Ég get ekki beðið eftir að byrja," segir hinn 24 ára Nathaniel Clyne sem Liverpool hefur keypt frá Southampton.

Hægri bakvörðurinn segir að gríðarlegur áhugi Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, hafi haft mikið að segja.

„Um leið og Liverpool sýndi mér áhuga vildi ég að þetta myndi ganga í gegn. Þjálfarinn hefur sýnt mér mikinn áhuga og þetta er staðurinn þar sem ég get tekið framfarir. Það er gott tækifæri fyrir mig að koma hingað og reyna að sýna mínar bestu hliðar."

„Ég hef áður spilað á Anfield og þekki andrúmsloftið hérna. Það fær mig upp á tærnar. Vonandi get ég staðið mig vel."

Clyne er sjötti leikmaðurinn sem Liverpool fær fyrir tímabilið en áður hafði félagið krækt í James Milner, Danny Ings, Adam Bogdan, Joe Gomez og Roberto Firmino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner