Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 01. júlí 2015 15:04
Elvar Geir Magnússon
EM U17 kvenna: Spánn í úrslit eftir dramatík og vító
Spænska liðið er komið í úrslitaleikinn.
Spænska liðið er komið í úrslitaleikinn.
Mynd: Getty Images
Spánn 1 - 1 Frakkland (Spánn vann í vítaspyrnukeppni)
0-1 Sarah Galera ('63)
1-1 Natalia Montilla ('79)

Það var mikil dramatík þegar Spánn og Frakkland áttust við á Hlíðarenda í undanúrslitum Evrópumóts U17 kvenna.

Staðan var lengi markalaus en Frakkland komst yfir eftir vandræðagang í varnarleik Spánar. Mínútu fyrir leikslok kom svo dramatískt jöfnunarmark en markvörður Frakklands var illa staðsettur og missti boltann yfir sig.

Farið var beint í vítaspyrnukeppni og þar fengu áhorfendur heldur betur allan pakkann. Á endanum vann Spánn 4-3 sigur í vítaspyrnukeppninni.

Spænska liðið mætir sigurvegara úr leik Sviss og Þýskalands í úrslitum en sá leikur verður á Hlíðarenda klukkan 19:00 í kvöld.

Úrslitaleikurinn verður svo á sama stað á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner